Gerðir kirkjuþings - 1983, Page 68
60
og skal því útbýtt meðal kirkjuþingsmanna daginn áóur en málið
er tekið til umræðu á þinginu. Það skal undirritaö af nefndar-
mönnum og tilgreindur framsögumaður.
6 . gr.
Forseti stýrir umræðum og kosningum á þinginu og heldur mælenda-
skrá. Varaforseti gegnir starfi i forföllum hans. Ef forseti
tekur þátt i umræðum að öóru en þingstjórn gefur tilefni til,
vikur hann sæti á meðan og annar stýrir fundi.
Skrifarar halda gerðabók undir umsjón forseta. Þar skal geta
framlagðra og fyrirtekinna mála, meginatriða umræðna og úrslita
mála.
Heimilt er aö ráða sérstakan þingritara sem annast færslu fundar-
gerða undir yfirumsjón og á ábyrgð hinna kjörnu skrifara.
Afrit fundargerðar liggja frammi i upphafi hvers fundar og geta
fulltrúar gert athugasemdir við skrifara til næsta fundar og
skal þá fundargerðin undirrituð af forseta og skrifurum.
Heimilt er að hljóðrita umræóur á kirkjuþingi ef henta þykir.
Hljóðritun geymist fram yfir næsta kirkjuþing.
7. gr.
A fyrsta kirkjuþingi að aflokinni kosningu, skal þingið kjósa
4 menn til setu i Kirkjuráði og jafn marga til vara, i samræmi
við ákvæði 15. gr. laga nr. 48/1982 um kirkjuþing og Kirkjuráð
islensku þjóðkirkjunnar, skal aó jafnaði gengið til kosninga
eftir að umræðum um skýrslu Kirkjuráðs er lokió.
8. gr.
Forseti ákveður fyrir lok hvers fundar dagskrá fyrir næsta fund
og lætur dreifa henni fjölritaðri til þingfulltrúa eftir þvi
sem við verður komið og ef með þarf, i samráði við þingið, enda
skal þar tilgreint, hvenær næsti fundur verður, nema seinna
boóist með dagskrá. Dagskrár, umræður og úrslit mála má birta
jafnóðum i fjölmiólum eftir þvi sem um semst og forseti leyfir.
Annast fréttafulltrúi og þingritari framkvæmd þess i samráði viö
skrifara og forseta.