Gerðir kirkjuþings - 1983, Qupperneq 79
1983
14. kirkjuþing
12. mál
F^ri^rjjpurn
til kirkjumálaráðherra um veiðiitak Reykholts-
kirkju i Grimsá i Borgarfirói.
Fyrirspyrjandi sr. Jón Einarsson.
Óskað er eftir því, að kirkjumálaráðherra geri kirkjuþingi skriflega grein fyrir
því, hvað til þess ber, að ráðuneyti hans hefur á liðnum árum komið í veg fyrir,
að Reykholtskirkja í Borgarfirði fái notið arðs af veiðiítaki kirkjunnar í Grímsá
og hvaða munur sé í þessum efnum á rétti Reykholtskirkju og Hvanneyrarkirkju, en
sú síðamefnda nýtur arðs af veiðiítaki sínu.
Telji ráðherra sig eigi geta fallist á, að kirkjan eigi umrætt ítak nú, er óskað
upplýsinga um það, hvenær og með hvaða hætti það hvarf úr eigu kirkjunnar, hvers
eign það sé talið nú og með hvaða rétti að réttum lögum.
Þorleifur Pálsson, deildarstjóri, fulltrúi kirkjumálaráðherra á
þinginu svaraði:
Vegna fyrirspurnar á kirkjuþingi, til kirkjumálaráðherra, um veiði-
itak i Laxfossi i Grimsá, aó þvi er aó „Reykholtsveiði" snýr, skal
eftirfarandi upplýst.
Við setningu laga um laun sóknarpresta nr.46/1907, er tóku gildi i
fardögum 1908 (6. júni) var ákveðið að arður af itökum skyldi falla
til prestakallasjóðs eftir gildistöku laganna (skv. ákv. i 24. gr.,
sbr. meðf. ljósrit). Sóknarpresti sem verið hafði i Reykholti
(Guðmundur Helgason) var veitt lausn i október 1907 en hélt ábúð
til fardaga 1908 en þá tók nýkjörinn sóknarprestur (Einar Pálsson)
við embætti. Hinn nýi sóknarprestur bar siðan fram erindi við
kirkjustjórnina um að hann yrði ekki sviptur hlunnindunum sem for-
veri hans hafði notið. Þessu erindi var hafnað með visan til fyrr-
nefndra lagaákvæða. (Til upplýsingar ljósrit bréfs ráðuneytisins
dags. 31. janúar 1975). Ráðuneytið hefur ekki gögn um þaó, hvenær
aróur af umræddum hlunnindum hafi orðið þáttur i launum Reykholts-
prests, hafi þau ekki um aldir verið þaö, þar til lögin frá 1907