Gerðir kirkjuþings - 1983, Síða 85
77
1983
14. kirkjuþing
16. mál
T _i _1 1. a 2 a
til þingsályktunar um könnun á fjárhagsstöðu og fjárþörf
einstakra kirkna og sókna innan þjóókirkjunnar.
Flm. Sr. Jón Einarsson.
Kirkjuþing ályktar að fela Kirkjuráði að láta fara fram könnun á fjárhagsstöðu
og fjárþörf einstakra kirkna og sókna innan þjóðkirkjunnar.
Könnunin skal einkum taka til þeirra kirkna, þar sem ætla má, að lögmæltar
tekjur hrökkvi ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum.
Meðal annars skal kanna orkukostnað og orkuþörf einstakra kirkna, hvaða kirkjur
njóta ívilnana í þeim efnum og hvort misvægi er á orkukostnaði kirkna milli
prófastsdæma og landshluta.
Komi í ljós, að kirkjur hafi svo lágar tekjur að lög\om, að þær nægi ekki
fyrir óhjákvæmilegum og nauðsynlegum rekstrarkostnaði, skal Kirkjuráó leita
úrræða og leggja raunhæfar tillögur til lausnar vandanum fyrir næsta kirkjuþing.
Visað til fjárhagsnefndar, er lagði til, að tillagan væri samþykkt
með nokkurri breytingu á siðustu málsgrein tillögunnar. Allmiklar
umræöur fóru fram um tillöguna og hún samþykkt samhljóða, þannig
orðuð. (Frsm. Gunnlaugur P. Kristinsson).
Kifkjuþing ályktar aó fela Kirkjuráói aö láta fara fram könnun á
fjárhagsstööu og fjárþörf einstakra kirkna og sókna innan þjóó-
kirkjunnar.
Könnunin skal einkum taka til þeirra kirkna, þar sem ætla má, aó
lögmæltar tekjur hrökkvi ekki fyrir nauósynlegum útgjöldum.
Meðal annars skal kanna orkukostnað og orkuþörf einstakra kirkna,
hvaða kirkjur njóta ivilnana i þeim efnum og hvort misvægi er á
orkukostnaói kirkna milli prófastsdsama og landshluta.
Komi i ljós, að kirkjur hafi svo lágar tekjur að lögum, að þær
nægi ekki fyrir óhjákvæmilegum og nauðsynlegum rekstrarkostnaði,
skal Kirkjuráð leita úrræða og leggja raunhæfar tillögur til lausnar
vandanum fyrir kirkjuþing.
Samþykkt samhljóða.