Gerðir kirkjuþings - 1983, Page 96
88
1983
14. kirkjuþing
26. mál
T i 1 1 a g a
til þingsályktunar um aukið fjármagn yfir-
stjórnar þjóðkirkjunnar.
Flm. sr. Jónas Gislason,
sr. Halldór Gunnarsson.
Kirkjuþing 1983 bendir á mikilvægi þess, að fjárskortur hindri ekki eðli-
legt starf þjóðkirkju íslands. Þingið felur Kirkjuráði að leita samráðs
við Alþingi og stjórnvöld um, að þjóðkirkjunni verði tryggð aukin fjárframlög,
svo að hún fái áfram unnið starf sitt þjóðinni til heilla.
Greinargerð
Elzta löggjöf um fjármál islenzku kirkjunnar er tæpra 900 ára.
Hún tók tillit til margvislegra þarfa kirkjunnar, þar sem tiund-
inni var skipt jafnt milli yfirstjórnar kirkjunnar, presta og
kirkjuhúsa auk fátækraframfæris, sem heyrir ekki lengur undir
kirkjuna. Samkvæmt núgildandi löggjöf hafa einstakir söfnuðir
fastar tekjur til starfsemi sinnar og rikið greiðir laun is-
lenzkra presta. Hlutur yfirstjórnar kirkjunnar hefur rýrnað
langmest, jafnvel þótt aflétt hafi verið kvöð biskups áður fyrri
að halda prestaskóla. Þessi fjárskortur yfirstjórnar kirkjunnar
hlýtur óhjákvæmilega að vera mikill þrándur i götu i kirkjulegu
starfi, enda megnar Kristnisjóður engan veginn að fjármagna þá
kirkjulegu starfsemi, sem honum er ætlað. Brýna nauðsyn ber
þvi til þess, að hér verói breyting á.
Málinu visað til fjárhagsnefndar. Fjárhagsnefnd skilaði frekara
áliti, sem fer hér á eftir. (Frsm. Hermann Þorsteinsson).