Gerðir kirkjuþings - 1983, Page 97
89
Nefndarmenn voru samþykkir tillögunni og töldu rétt að ræóa
þessa tillögu ásamt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi Alþingis
fyrir 1984 og tilkalla biskupsritara til að upplýsa um fjár-
beiðnir biskupsembættisins til f3árveitingavaldsins vegna ársins
1984, - skv. skilgreining á verkefni fjárhagsnefndar, þ.e.umfjöllun.
a) reikninga Kristnisjóös
b) tillögur er varða fjárveitingar til kirkjunnar á fjárlögum.
c) önnur mál fjárhagslegs eðlis, sem fram eru borin á kirkjuþ.
Biskupsritari gaf nefndinni greinargóðar upplýsingar, þar sem
fram kemur:
að beiðnir jDÍskupseiribættisins o.fl. til fjárveitingavaldsins
v/ársins 1984 hafa verió skertar stórlega allt niður i
10-50% af þvi sem rökstuddar beiðnir hafa verið sendar
um - nema
að beiðnir v/Hallgrímskirkju og Hússtjórnarskólans á Löngu-
mýri hafa fengið jákvæða afgreiðslu aö þessu sinni - og
ber aó þakka það,
að sérstaka athygli vekur að liður 373 fjárlaga frv. vegna
Kristnisjóðs er kr. 1,6 m. en áætlun sem biskupsritari
lagði fyrir nefndina og geró er skv. lögum um Kristni-
sjóð frá 1970, þá ætti framlag ríkisins að vera kr.
3.390.048,-
að safnað hefur verið umtalsverðum skuldum þar sem gjöld
hinna ýmsu starfsgreina, svo sem 304/102 (Kirkjuráð)
103 (kirkjuþing) 104 (alþjóðasamvinna) o.fl. hafa
farið langt fram úr fjárveitingum á fjárlögum að undan-
förnu. Þessum umframútgjöldum hefur verió mætt með
verulegum lántökum hjá Kirkjugarðasjóði, sem er i vörzlu
Biskupsembættisins. Greinilegt er aó ekki er forsvaran-
legt að halda áfram á þeirri braut og vinna verður
bráðan bug að þvi að endurgreiða þau lán. Meðan það er
ógert verður að gæta fyllsta aðhalds og sparnaóar i
meðferó fjármuna, en vinna jafnframt .ötullega aó þvi
að skapa skilning á þvi hjá fjárveitingavaldinu, aó
óhjákvæmilegt sé aó endurskoða núverandi tillögur á
frv. til fjárlaga fyrir '84 um framlög til yfirstjórnar
kirkjunnar og breyta þeim til samræmis við óhjákvæmi-
legar og raunverulegar þarfir kirkjunnar.
Fjárhagsnefnd styður biskup og Kirkjuráð í þessari viðleitni og
væntir verulegs árangurs.