Gerðir kirkjuþings - 1983, Page 98
90
1983
14. kirkjuþing
27. mál
T _i _1 _1 a c[ a
til þingsályktunar um prestsverk unnin af öðrum
en sóknarprestum.
Flm sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup.
Kirkjuþing ályktar að fela biskupi og Kirkjuráði að kynna fyrrverandi sóknar-
prestum, hvaða lög og reglur gilda um þau prestsverk, sem unnin eru af öðrum
en sóknarprestum.
Greinargerð
Það er áberandi, sérstaklega i Reykjavíkurprófastsdæmi, að mikill
ruglingur á sér stað hjá mörgum fyrrverandi sóknarprestum um rétt
þeirra og skyldur, eftir að þeir hafa látið af embætti. Þannig
hefur það ítrekað gerzt, að fyrrverandi sóknarprestar hafa gefið
út könnunarvottorð vegna hjónavigslu, sem þeir framkvæma siðan
sjálfir, og skrifa undir könnunarvottorðið. Einnig hafa þeir
sjálfir tekið i móti dánarvottorðum frá aðstandendum og í mörgum
tilfellum afhent þau beint til Hagstofu, án þess að sóknarprestur
áriti eða færi í kirkjubók.
Þá hefur það einnig borið við, að fyrrverandi sóknarprestur hefur
gefið út vottoró um misheppnaða sáttatilraun. Viðkomandi hafa
farið með vottorðið til borgardómara, sem umsvifalaust hefur dæmt
það ógilt.
Það er því bráðnauðsynlegt, að biskup og Kirkjuráð gefi út greinar-
gerð um þessi mál og sendi fyrrverandi sóknarprestum og láti lika
hverjum þeim í té, sem hættir sóknarprestsþjónustu.
Visaó til allsherjarnefndar, er lagði til aó tillagan væri sam-
þykkt óbreytt. (Frsm. Jón Guðmundsson).
Samþykkt samhljóða.