Gerðir kirkjuþings - 1983, Qupperneq 119
111
INNGANGUR.
32. mál 13. kirlcjuþings, sem haldið var i Hallgrímskirkju i
Reykjavik i nóvember 1982, var eftirfarandi þingsályktunar-
tillaga borin fram af kirkjuþingsmanni séra Jóni Einarssyni
prófasti:
„Kirkjuþing ályktar, að endurskoóa þurfi nefndaskipun
þjóðkirkjunnar, setja þurfi reglur um það, hverjir hafi
vald og frumkvæði til stofnunar nefnda og skipun i þær.
Þmgió telur, aö ávallt þurfi að liggja fyrir upplýsingar
um þaö, hverjar séu fastanefndir þjóðKirKjunnar, og að
þær, svo og aðrar stofnanir þjóökirkjunnar geri opinbera
grein fyrir störfum sinum og meðferð fjármuna."
t meóferð þingsins lagði allsherjarnefn þess til, að eftirfarandi
yrði bætt við ályktunina, og var hún samþykkt þannig:
„Kirkjuþing 1982 kýs þriggja manna nefnd og þrjá til vara,
sem hafi það hlutverk aó kanna skipan og starf nefnda á
vegum þjóðkirkjunnar og gera tillögur um samræmingu á
starfi þeirra svo og annarra starfsþátta kirkjunnar. Nefnd-
in skili áliti tii biskups ekki siðar en mánuði fyrir næstai
kirkjuþing og hann leggi þaö fyrir þingið."
I þessa nefnd voru kjörnir kirkjuþingsmennirnir séra Bragi Frió-
riksson, séra Halldór Gunnarsson og séra Jón Bjarman.
Ems og s^á má i ályktun þingsins, er hlutverk nefndarinnar um-
fangsmikið og ekki skýrt afmarkaö. Ef reynt er aó gera grein
fyrir þvi liö fyrir lið, má segja að það sé:
a) aö gera könnun á allri nefndaskipan og nefndastarfi á
vegum þjóðkirkjunnar, svo og starfi nefnda, sem snertir
kirkjuna á einhvern hátt;
b) aó fá úr þvi SKOrið, hverjar séu „fastanefndir þjóðkirkjunnar"
og skilgreina það hugtak nánar;
c) að gera almennar tillögur um slika nefndaskipan, þar sem
kveðió sé á um, hverjir hafi vald og frumkvæði til aö
setja á stofn nefndir á vegum kirkjunnar og skipa i þær,
svo og hvernig slikar nefndir skuli gera grein fyrir
störfum sinum og meðferð fjármuna;