Gerðir kirkjuþings - 1983, Page 144
136
flokka (sjá síðar). Eins ákveði prófastafundur sameigin-
leg mál sem komi til umræðu á héraðsfundum. Fundargerðir
héraðsfunda og árlegs prófastafundar komi út i árbók
kirkjunnar, ásamt með fundargerðum frá kirkjuþingi, presta-
stefnu og „leikmannastefnu." Þriggja manna prófastaráð
sé kosið á prófastafundi, biskupi til ráðuneytis um undir-
búning prófastafunda og umfjöllun mála sem upp kunna að
koma milli prófastafunda.
b) Umfjöllun mála á prestastefnu, skal vera eins og verió
hefur i formi umræöu til uppbyggingar og kynningar. Séu
samþykktir gerðar skulu þær afmarkaöar til umfjöllunar
þar sem við á. Þriggja manna prestastefnuráð sé kosið af
prestastefnu til að vera biskupi til ráðuneytis um undir-
búning prestastefnu, fylgja eftir samþykktum og vera mál-
svari prestastefnunnar gagnvart málum sem biskup þyrfti
að bera uppi til samþykktar eða höfnunar, með fyrirvara um
samþykki prestastefnunnar þegar hún kæmi saman.
c) „Leikmannastefna" og „leikmannaráð" sem starfaði með likum
hætti og prestastefnuráð eru ekki til, en eindregið lagt
til aó unnið sé að þvi aó leikmannastefnu sé árlega komið
á. Bent er á að koma mætti á leikmannastefnum i hverjum
landsfjórðungi eða i kjördæmum kirkjuþingsfulltrúa. Meó
ráðningu „biskupsféhirðir" er enn meiri nauðsyn á tengslum
:við leikmenn, sem fara með alla féumsýslu kirkna og kirkju-
garða ásamt með fleiri málum.
3) Lagt er til að ábyrgðaraðilar allra nefndarstarfa innan þjóö-
kirkjunnar séu i hverju tilviki einn af fjórum aðilum á Bisk-
upsskrifstofu: Deildarstjóri Fræðsludeildar, deildarstjóri
Þjónustudeildar, biskupsritari eða biskupsféhiróir eða full-
trúi þeirra. Þeir beri ábyrgð á nefndastörfum gagnvart bisk-
upi og kirkjuþingi, sjái um að árlega sé gerð skilagrein fyrir
nefndarstörfum i árbók kirkjunnar og að gerð sé grein fyrir
meðferó fjármuna og að reikningar séu endurskoðaðir. Stefnt
sé að þvi að nefndir séu settar á stofn af kirkjuþingi og að í
nefndum sem ráóherra skipar, sitji hverju sinni einn fyrr -
nefndra aóila eða fulltrúi þeirra.