Gerðir kirkjuþings - 1983, Page 153
145
„Að endingu ... 11
(Fil. 4:8-9)
Þinglausnir, Pétur Sigurgeirsson, biskup.
Kæru fulltrúar. - Um leið og ég slit þessu 14. kirkjuþingi
islensku þjóókirkjunnar, leyfi ég mér að vitna til þessara orða
postulans. - Filippibréfið hefur verið nefnt bréf gleðinnar, og
þó er Páll i fangelsi þegar hann ritar það. -
Hann gerir ekki uppskátt hvað hann þarf að þola og þjást vegna
fangavistarinnar. „kappinn nefnir sjaldan sár, sem hann fær i
striði." Hann telur,að þaó sem fram vió sig hafi komió, hafi orðið
fagnaðarerindinu til eflingar, hann talar um Filippimenn sem gleði
sina og kórónu. - Og þaó er þessi tónn, sem einkennir bréfið:
Verið ávallt glaðir i drottni, ég segi aftur veriö glaðir.
Undir lok bréfsins áminnir hann: Allt sem er satt, allt sem er
göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar,
hvað sem er dyggð, og hvað sem er lofsvert, hugfestið það - og
svo lýkur þessum orðum hans með áréttingu um, að Guð friðarins sé
meó þeim. -
Þegar við nú i lokin fylgjum málum okkar úr hlaöi, - þá vona ég og
bið,aó þau megi verða til þess að hugfesta það, sem postulinn er
að biója um, - og aö Guð friðarins vaki yfir likt og postulinn
bað um að yrði vakað yfir Filippimönnum.
Ég minntist á það i gær, aó við hefóum halaió hátióaþing, og vinnu-
þing, 10 fundi með 40 málum - þingió hefur lika mikið reynt á okkur
- vió höfum ekki aóeins verið i hátiðabúningi, heldur unnið hörðum,
næmum tilfinningarikum höndum að margvislegustu verkefnum, sem öll
hafa kallaó á okkur, áhuga okkar, trú von og bæn. - Þegar vanda
bar að höndúm hjá lærisveinunum i landinu helga, sem þeir uróu að
leysa, þá komu þeir saman i Jerúsalem, og hver lagði þar til málanna,
sem honum þótti réttast og skyldast. - Þeim var þar sundurorða og
þeir deildu, en þeir báru gæfu til að standa að samkomulagi, sem
varð kristindóminum ómetanlegur ávinningur. Ég vænti þess aö svo
muni og reynast, hvað okkar samfund snertir, - þaó er min hjartans
von og þrá.