Gerðir kirkjuþings - 1983, Qupperneq 154
146
Aldrei hefur heiminuin verið meiri nauðsyn á því en nú að áhrif
kristinnar trúar komi heiminum til hjálpar - til biargar, - og að
Guó friðarins fái að leiða mannkynið út úr þvi öngþveiti, - og þeim
ógöngum, sem það er i nú. Heimurinn er eigi ósvipaður fangelsi, er
við hugsum um þá fjötra óvissu og þjáningu, sem hann verður að þola
og stofnaði sér sjálfur í.
Ég held, aö þetta þing einkennist af, að við vildum ekkert láta
okkur vera óviðkomandi, af því sem áhrærir velferð og heill íslensku
þjóöarinnar - og framtióarvon jarðarbarna. Að þingi loknu höfum vió
áfram þessi verk að vinna, - ekki aðeins Kirkjuráð og aórir, sem mál-
unum hefur verið vísað beint til, - heldur vió öll, sem myndum þetta
samfélag, - og erum i forsvari fyrir kirkjuna, svo sem lög og reglur
kirkjuþings mæla fyrir um. - Og megi þaó reynast svo sem i söngnum
segir: Sterk eru andans bönd, sem eru í Guöi knýtt,
þau laóa og tengja sál við sál, i samband lifsins nýtt.
Ég lýk þessum orðum minum með þvi aó færa ykkur öllum þakkir.
Ég þakka mikla hjálp varaforsetam, ssrn meira hefur reynt á nú en
oft áður, og þeir hafa jafnframt gefið mér tækifæri til þess
aó taka meiri þátt i umræðum og upplýsa þingmenn um ýmis atriði
varöandi mál sem fjallað hefur verið um.
Ég þakka þingskrifurum, fyrir ritarastörfin og mikið annriki stöðuga
vinnu, - svo og biskupsritara fyrir stööuga fyrirgreiðslu - og blaða-
fulltrúanum okkar fyrir fréttaflutninginn tii viðbótar við þingstörfin.
Ég þakka þingnefndum, Allsherjarnefnd, Fjárhagsnefnd, Kjörbréfa-
nefnd, Laganefnd, Þingfararkaupsnefnd og undirbúningsnefnd að Lúthers-
kvöldinu,'- ég þakka nefndarformönnum, riturum og framsögumönnum,
- ég þakka þeim nefndum, sem sérstaklega voru kjörnar til þess aó
undirbúa einstök þingmál og lögðu á sig mikla vinnu i þvi sambandi.
Ég þakka þeim, er fluttu mál sin þessa daga, - umræöur og skoöana-
skiptin - og allan vilja til að leggja málunum lió og búa þau sem
best úr garði frá þinginu.