Öldrun - 01.02.2001, Page 7

Öldrun - 01.02.2001, Page 7
7ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001 veld orðapör innihalda orð sem tengjast merkingarlega og reyna því síður á minni. Ekki var munur á hópunum á öðrum taugasálfræði- legum prófum sem athuguðu einbeitingu, hugrænan hraða, sjónræna skynjun og úrvinnslu, mál eða lestur og skilning. Þó systkinahópurinn skori lakar en við- miðunarhópurinn á minnisprófunum er ekki þar með sagt að hann hafi það mikla minnisskerðingu að hún samsvari skerðingu þeirra sem hafa greiningu um minnissjúkdóma. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að þau minnispróf sem systkinahópurinn skoraði lakar á miðað við viðmiðunarhópinn hafa fylgni við þróun Alzheimerssjúkdóms síðar (Elias o.fl., 2000; Fox o.fl., 1998; Reid o.fl., 1996; Rubin o.fl., 1998; Schmitt o.fl., 2000). Niðurstöður benda til að systkina- og viðmiðunar- hópurinn hafi verið mjög líkir og raunar aðeins tvennt sem greini þá í sundur. Fyrst ber að nefna forsendur rannsóknarinnar, að einstaklingar í rannsóknar- hópnum eiga eitt eða fleiri systkini með Alzheimers- sjúkdóm. Einstaklingar í viðmiðunarhópunum eiga hins vegar, svo vitað sé, hvorki foreldri né systkinin með minnissjúkdóm. Seinna atriðið er að systkinahóp- Tafla 1. Samanburður á systkinum Alzheimers- sjúklinga og viðmiðunarhóps á aldri, skólagöngu og kyni. Systkini Alzh. Viðmiðunar- Systkini Alzh. hópur fjöldi = 73 fjöldi = 43 Aldur (ár): Meðalaldur 70,4 69,6 Staðalfrávik 5,6 6,2 Aldursbil 55-79 55-79 Skólaganga: Barna- og gagnfr. 41 (57,7%) 24 (61,5%) Framhaldsmenntun 30 (42,3%) 15 (38,5%) Kyn: Karlar 41 (56,2%) 17 (39,5%) Konur 32 (43,8%) 26 (60,5%) Mynd 2. Frammistaða systkina Alzheimerssjúklinga og viðmiðunarhóps á tafarlausu- og töfðu minni á Rey Ost- errieth flókinni mynd. Systkini skora marktækt lægra en viðmiðunarhópur á töfðu minni. Mynd 4. Frammistaða systkina Alzheimerssjúklinga og viðmiðunarhóps á auðveldum og erfiðum orðapörum á Wechsler Memory Scale prófinu. Systkini skora mark- tækt lakar en viðmiðunarhópur á erfiðum orðapörum en ekki auðveldum orðapörum. Mynd 3. Frammistaða systkina Alzheimerssjúklinga og viðmiðunarhóps á tafarlausu- og töfðu minni á endur- segja sögu úr Wechsler Memory Scale. Systkini skora marktækt lakar en viðmiðmunarhópur á bæði tafar- lausu- og töfðu minni.

x

Öldrun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.