Öldrun - 01.02.2001, Side 9
9ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001
Þýðing svefnsins
Víst er að við verðum að sofa til þess að geta vakað
og liðið vel. Hitt er ekki eins ljóst hvers vegna. Líkleg-
ast er að líkaminn noti svefntíman til einhvers konar
uppbyggingar og endurnýjunar. Alla vega myndast
vaxtarhormonið að mestu leyti meðan við sofum. Það
stjórnar ekki aðeins vexti barna og unglinga heldur
tekur þátt í margvíslegri efnaskiptastarfsemi.
Svefnþörfin
Svefnþörf manna er mjög misjöfn, allt frá 4-10
klukkustundum á dag, en flestir þurfa 6-8 klukku-
stundir. Holdugir einstaklingar hafa yfirleytt meiri
svefnþörf en grannir. Þeir sem hafa litla svefnþörf reyn-
ast vera þolinmóðari og félagslyndari en aðrir. Hægt er
að venjast stuttum svefni, ef svefntíminn er styttur
hægt og bítandi, en skyndileg truflun á svefni veldur
önuglyndi, skertri athygli, sinnuleysi, áhugaleysi,
dómgreindarskerðingu, vöðvabólgu og úthaldið skerð-
ist. Svefnleysi í marga daga í röð veldur ruglástandi
meðal aldraðra.
Breytt svefnmynstur aldraðra.
Þegar menn sofa dýpkar svefninn hægt og rólega
þar til draumsvefni er náð, en þá grynnkar svefninn og
menn geta vaknað. Þá endurtekur sama mynstur sig
allt að 5-6 sinnum á nóttu. Eftir því sem svefninn er
dýpri ná menn meiri slökun og hvíld. Draumsvefninn
getur hafist hvenær sem er meðan svefninn er að
dýpka. Svefmynstrið breytist með aldrinum. Aldraðir
þurfa að jafnaði minni svefn en þeir sem yngri eru. Þeir
fara fyrr í rúmið en eru lengur að sofna. Þeir vakna
oftar á nóttunni og eiga erfiðara með að sofna aftur.
Þeir eyða meiri tíma í rúminu en sofa skemur. Þeir sofa
einnig meira á daginn. Aldraðir ná ekki eins djúpum
svefni og þeir sem yngri eru, en draumsvefninn helst
óbreyttur að lengd. Þeir eiga einnig erfiðara með að
breyta svefnvenjum sínum á ferðalögum, t.d. á ferða-
lögum.
Forngrikkir trúðu á svefnguðinn
Hypnos, guð dauðans Thanotos og næt-
urgyðjuna Nyx. Hypnos bjó við fljótið
Lethe, fjót gleymskunnar. Hann sendi
mönnum svefninn og stundum syni
sína þá Morpheus, Icelus og Phantasus
sem birtust mönnum sem draumar.
Við dyr heimilis Hypnosar uxu baunir
og ef menn átu þær, féllu þeir í djúpan
svefn. Er hér komin fyrsta lýsing á hug-
myndum um svefntöflur. Alla tíð síðan
hafa menn velt fyrir sér svefninum og
þýðingu hans.
Björn Einarsson
öldrunarlæknir
Svefnvenjur aldraðra
Grein þessi birtist áður í Sjúkraliðablaðinu
fyrir nokkrum árum