Öldrun - 01.02.2001, Qupperneq 10
10 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001
Því má segja að svefn aðdraðra sé rýrari að magni
og gæðum. Óánægja með svefn eykst með aldrinum.
Svefnvandamál
Fyrst er hægt að tala um svefnvandamál ef þau hafa
áhrif á viðkomandi daginn eftir, þ.e. með stöðugri
þreytu. Aðrar svefntruflanir eru oftast aldurstengdar
breytingar á svefnmynstrinu eins og lýst er að ofan. Á
sjötugsaldri er svefnvandamál til staðar meðal um það
bil 15 % þeirra sem búa í heimahúsum en 30 % meðal
þeirra sem búa á hjúkrunarheimilum. Þrír af hverjum
fjórum sem þjást af svefntruflunum eiga erfitt með að
sofna á kvöldin, hinir vakna oft á nóttunni eða vakna of
snemma að morgni. Dægurvilla er það kallað að snúa
sólarhringnum við, sofa töluvert á daginn og eiga svo
bágt með svefn á nóttu. Dægurvilla getur verið fyrsta
einkennið um ruglástand, en heilabilaðir hafa oftar
svefnvandamál en aðrir. Þeir sem hafa svefnvandamál
eru oftar líkamlega sjúkir, kvíðnir, órólegir, einmana,
hafa minna sjálfstraust og eru oftar þunglyndir.
Skammtíma og langtíma vandamál
Skammtíma svefnvandamál orsakast oftast af and-
legum áföllum, t.d. ástvinamissi og þarf oft að með-
höndla þau með svefnlyfjum. En þess ber að gæta að
þau geta seinkað því að viðkomandi vinni úr sinni sorg
og vandamálum og leggja ber áherslu á að þau séu
aðeins notuð tímabundið. Langtíma svefnvandamál,
sem standa lengur en 3-4 vikur eru oftast af öðrum
toga. Er mikilvægt að greina orsakir þess svo hægt sé
að meðhöndla þær á viðeigandi hátt. Allt heilsuleysi
getur valdið svefntruflunum.
Líkamlegar orsakir
Kæfisvefn er mun algengari en áður var talið. Hann
einkennist af hrotum og óreglulegri öndun í svefni
vegna slappleika í kokvöðvum þannig að öndunarvegir
teppast. Viðkomandi vaknar oft með höfuðverk, er
slappur á daginn og reynist oft hafa háan blóðþrýsting.
Kæfisvefn hrjáir oftar offeita og er talin vera áhættu-
þáttur fyrir að verða fyrir heilablóðfalli. Þeim er ráðlagt
að sofa á hliðinni, forðast áfengi og svefnlyf og megr-
ast. Þeir eru einnig meðhöndlaðir með öndurnargrímu
sem opnar loftvegina í innöndun. Í erfiðari tilfellum er
ráðlögð aðgerð þar sem úfurinn og jafnvel mjúki góm-
boginn eru fjarlægðir.
Sinadráttur og kláði truflar oft svefn og eru oftast
meðhöndlanlegir.
Gigtarverkir og aðrir verkir frá stoðkerfi trufla og
svefn, einnig geta hjarta-, lungna- og efnaskiptasjúk-
dómar truflað svefn.
Geðrænar og félagslegar orsakir
Geðrænar og félagslegar orsakir eru þó algeng-
ustu orsakirnar fyrir svefntruflunum. Stress, kvíði og
þunglyndi bera hæst. Áfengi og lyf eru einnig algengar
orsakir svefnleysis. Hjónabands-, fjölskyldu- og fjár-
hagsvandamál sömuleiðis. Umhverfistruflanir svo sem
hávaði, birta, hár herbergishiti eða þungt loft í svefn-
herberginu auka á einnig á svefntruflanir.
Meðferð
Sveftöflur er að sjálfsögðu ekki fyrsta meðferð við
svefnleysi. Orsakirnar eru meðhöndlaðar eftir því sem
hægt er, verkir, kláði eða sinadráttur. Mikilvægt er að
vera ekki fyrir fram viss um að maður muni ekki sofna.
Fyrst er að huga að lifnaðarvenjunum. Volg mjólk með
hunangi eða kakómjólk hjálpar mörgum. Kaffi, te og
kóladrykkir halda vöku fyrir flestum. Áfengi flýtir því
að menn sofna, en þeir vakna oftar á nóttunni, þar sem
svefninn grynnist. Tóbak inniheldur örvandi efni og
eykur því á svefntruflanir. Regla er mikilvæg fyrir lík-
amann, leggja sig alltaf á sama tíma á kvöldin og stilla
vekjaraklukkuna alltaf á sama tíma á morgnana og fara
fram úr hversu slæm sem nóttin var. Horfa ekki á sjón-
varp né lesa eða borða í rúminu og sofa ekki á daginn.
Líkamsæfingar að degi til hjálpa til að þreyta kroppinn,
því jafnvægi þarf að vera milli líkamlegrar og andlegrar
þreytu.
Svefnlyf
Svefnlyf á fyrst að nota þegar svefntruflanir valda
stöðugri þreytu daginn eftir eða læknir telur þær hafa
slæm áhrif á heilsuna, vellíðan og úthald viðkomandi.
Þau skal þó ekki gefa þeim sem eru haldnir kæfisvefni,
eru haldnir áfengissýki eða misnota lyf. Öll svefnlyf
trufla svefnmynstrið þannig að menn sofa meira í
grynnri svefninum, ná ekki þeim djúpa og hvílast því
ekki eins vel og án svefnlyfja. Stuttverkandi svefnlyf
eru valin ef aðalvandamálið er að sofna en langvirkandi
ef svefntruflunin er síðar að nóttu. Nýju svefnlyfin eru
minna sjóvgandi en þau eldri og eru notuð í fyrstu
hönd. Benzodíazepin lyf hafa lengst af verið notuð, en
þau eru notuð frekar ef kvíði er til staðar. Slævandi
þunglyndislyf eru notuð ef þunglyndi er undirliggjandi
og sterk geðlyf fyrir sjúklinga í ruglástandi og heilabil-
aða með ranghugmyndir og ofskynjanir.
Svefnlyfjanotkun hætt
Best er að ákveða í upphafi, þegar svefnlyfjanotkun
er hafin, hvenær henni skuli hætt, því oft er það ekki
vandkvæðalaust. Við langvarandi svefnlyfjanotkun
myndast þol fyrir lyfinu, þannig að það hættir að gera
gagn en veldur fráhvarfseinkennum þegar henni er
hætt. Vill þá koma fram kvíði, óróleiki, eirðarleysi og
jafnvel martraðir. Því þarf að minnka skammtana hægt
og bítandi, sérlega ef svefnlyfið er langvirkandi. Mikil-
vægast er að sá sem tekur svefnlyfið skilji nauðsyn
þess að hætta lyfjatökunni og það sé alltaf þess virði að
gera tilraun. Best er ef hægt er að komast hjá því að
hefja svefnlyfjatöku og leysa án lyfja þau vandamál sem
sveftruflunum valda.