Öldrun - 01.02.2001, Page 11

Öldrun - 01.02.2001, Page 11
11ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001 félagsstarf aldraðra, skammtímavistun, umsókn um vistun á öldrunarstofnun með gerð vistunarmats. Aðdragandi að gerð könnunar Ýmsar vangaveltur hafa vaknað um afdrif sjúklinga eftir að þeir útskrifast. Í flestum tilfellum er reiknað með að allt gangi samkvæmt áætlun. Í öðrum tilfellum er útskrift til reynslu og óvíst hvernig til tekst. Til- drögin að gerð könnunarinnar var að fá svör við spurn- ingum um það hvort úrlausnirnar sem ákveðnar voru og bent var á hafi dugað og staðist. Tilgangur A. Að fá ábendingar um á hvern hátt við getum betur undirbúið útskrift og metið getu einstaklings til þess að vera heima við sem bestar aðstæður. B. Að meta hvort lausnir sem ákveðnar voru fyrir útskrift og bent var á hafi dugað og staðist. Eins og: i. Hvort þjónusta frá heimahjúkrun og heimilishjálp sem sótt var um samræmist þeirri þjónustu sem sjúklingur fékk eftir að heim var komið. ii. Hvort hjálpartæki hafi komist til skila og verið notuð. iii. Hvort þær breytingar sem stungið var upp á hafi verið gerðar. Inngangur Ástæða innlagna sjúklinga á öldrunarlækninga- deild er margvísleg og margir þeirra sjúklinga sem eru innlagðir eiga við fjölþættan heilsufarsvanda að stríða ásamt færnitapi og félagslegum vanda. Undirbúningur að útskrift sjúklings skipar stóran sess í starfi deildar- innar og koma margir þar að máli.Teymisvinna með teymisfundum er meiri en almennt gerist á bráða- deildum sjúkrahússins.Undirbúningur útskriftar felst m.a. í heimilisathugun, fjölskyldufundi og/eða útskrift- arfundi þar sem auk sjúklings, aðstandenda og teymis koma stundum fulltrúar frá heimahjúkrun og heimilis- hjálp og leggja á ráðin. Í heimilisathugun er metið hvort sjúklingur geti búið áfram heima án nokkurra breytinga; hvort þörf er á hjálpartækjum og þá hvaða; komið með tillögur um framkvæmdir sem eiga að auka öryggi sjúklings á heimili og/eða létta umönnun sjúk- lings. Niðurstaðan er líka stundum sú að ekki þykir for- svaranlegt að sjúklingur útskrifist heim aftur vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar og einnig vegna aðstæðna á heimilinu. Þá þarf að leita að viðeigandi vistunarúrræði. Helstu úrræði fyrir þá sem útskrifast heim eru: Eftirlit hjá lækni, heimahjúkrun, heimilis- hjálp, aðstoð frá maka/ættingjum, hjálpartæki, heim- sendur matur, dagvistun, dagspítali, sjúkraþjálfun, Könnun um notagildi úrræða sem mælt er með fyrir útskrift af öldrunarlækningdeild Karítas Ólafsdóttir sjúkraþjálfari Sara Hafsteinsdóttir sjúkraþjálfari Jóna Eggertsdóttir félagsráðgjafi Öldrunarlækningadeild Landspítali Háskólasjúkrahús Fossvogi

x

Öldrun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.