Öldrun - 01.02.2001, Síða 13

Öldrun - 01.02.2001, Síða 13
13ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001 uði. Oft er þörf á samræmingu á þjónustu eins og þegar fólk fer á dagspítala. 8. Sjúkraþjálfun. Fyrir inn- lögn voru 6 í sjúkraþjálfun. Við útskrift var áætluð áframhald- andi sjúkraþjálfun fyrir 31 (42%). Af þeim fengu 16 sjúkraþjálfun á dagspítala, 8 í heimahúsi, 4 á einkastofu og 3 á göngudeild. Við 4 vikur voru 22 byrjaðir í sjúkraþjálfun en 15 voru í sjúkra- þjálfun við 5 mánuði. Framboð á sjúkraþjálfun í heimahúsi hefur aukist. Á dagvistunarstofnunum er ekki boðið upp á sjúkra- þjálfun. 9. Hjálpartæki. Hjálpartæki eru mikið notuð. Af þeim 74 sem tóku þátt í könnuninni notuðu 52 eitt eða fleiri hjálpartæki fyrir innlögn en 66 (89%) við útskrift. Þeir sem notuðu gönguhjálpar- tæki voru 44 og 19 voru með öryggishnapp fyrir innlögn.Við útskrift voru pöntuð gönguhjálp- artæki fyrir 28 og öryggis- hnappur fyrir 17. Alls notuðu 56 (76%) einhverskonar göng- uhjálpartæki við útskrift og 36 (49%) voru með öryggis- hnapp.Við útskrift höfðu verið pöntuð 205 hjálpartæki. Pöntað var allt frá 1 - 8 tæki / einstak- ling. Alls voru 31 (15%) ýmist ekki notuð, ekki sett upp eða aldrei sótt. Þegar litið er á til- lögur um breytingar í heimilisat- hugun er misjafnt hversu vel er farið eftir þeim. 10. Félagsstarf aldraðra. Fimmtán einstaklingar (20%) sóttu félagsstarf aldraðra fyrir innlögn. Við útskrift ætluðu 7 (9%) að taka þátt í starfinu. Eftir 4 vikur sóttu það 2 en 6 eftir 5 mánuði. 11. Skammtímainnlögn. Áætluð skammtímainnlögn fyrir 10 (14%) við útskrift. Eftir 4 vikur hafði 1 einstaklingur verið í skammtímainnlögn og 7 við 5 mánuði . 12. Vistunarmat. Alls áttu 36 (49%) sjúklingar vistunarmat við útskrift. Sótt var um hjúkrun- arrými fyrir 20 og um þjónust- Mynd 1. Mynd 2. Mynd 3. Áætlun við útskrift Prósentuhlutfall þátttakenda (n=74) Heimahjúkrun – meðaltalsfjöld innlita á viku Heimahjúkrun 5 mánuðum frá útskrift miðað við áætlun (n=48) Heimilishjálp – fjöldi stunda á viku við útskrift og eftir 4 vikur Heimilishjálp – 5 mánuðum frá útskrift miðað við áætlun

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.