Öldrun - 01.02.2001, Síða 21

Öldrun - 01.02.2001, Síða 21
21ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001 andi hafa lesendur haft einhverja ánægju af því líka. Hér á eftir fylgir 88. kafli Egils sögu, eins og hann birt- ist í útgáfu Svarts á hvítu, Reykjavík, 1987: Egill Skalla-Grímsson varð maður gamall en í elli hans gerðist hann þungfær og glapnaði honum bæði heyrn og sýn Hann gerðist og fótstirður. Egill var þá að Mosfelli með Grími og Þórdísi. Það var einn dag er Egill gekk úti með vegg og drap fæti og féll. Konur nokkurar sáu það og hlógu að og mæltu: „Farinn ertu nú Egill með öllu er þú fellur einn saman.“ Þá segir Grímur bóndi: „Miður hæddu konur að okkur þá er við vorum yngri.“ Þá kvað Egill: 58. Vals hef eg vofur helsis, váfallur er eg skalla. Blautr erum bergis fótar borr en hlust er þorrin. Ég hef riðu í hálsinum. Mér er hætt við að falla á skallann. Getnaðarlimur minn er linur en heyrnin er þrotin. Egill varð með öllu sjónlaus. Það var einnhvern dag er veður var kalt um veturinn að Egill fór til elds að verma sig. Matseljan ræddi um að það var undur mikið, slíkur maður sem Egill hafði verið, að hann skyldi liggja fyrir fótum þeim svo þær mættu eigi vinna verk sín. „Ver þú vel við,“ segir Egill, „þótt eg bakist við eld- inn og mýkjumst vér við um rúmin.“ „Stattu upp,“ segir hún, „og gakk til rúms þíns og lát oss vinna verk vor.“ Egill stóð upp og gekk til rúms síns og kvað: 59. Hvarfa eg blindur of branda, bið eg eirar Syn geira, þann ber eg harm á hvarma hnitvöllum mér, sitja. Er jarðgöfugr, orðum, orð mín konungr forðum hafði, gramr, að gamni, Geirhamdis mig framdi. Ég reika blindur til þess að sitja við eld- inn. Ég bið konuna að amast ekki við mér. Ég ber þann harm (blinduna) á augum mér. Forðum er konungurinn hafði gaman af orðum (skáldskap) mínum sæmdi hann (konungur) mig gulli. Það var enn eitt sinn er Egill gekk til elds að verma sig, þá spurði maður hann hvort honum væri kalt á fótum og bað hann eigi rétta of nær eldinum. „Svo skal vera,“ segir Egill, „en eigi verður mér nú hógstýrt fótunum er eg sé eigi og er of dauflegt sjón- leysið.“ Þá kvað Egill: 60. Langt þykir mér, ligg eg einn saman, karl afgamall, á konungs vörnum. Eigum ekkjur allkaldar tvær en þær konur þurfa blossa. Mér þykir tíminn lengi að líða (þar sem) ég ligg einsamall, afgamall karl, á dúni. Ég á tvær allkaldar ekkjur (mjög kalda fætur) en þær konur (þeir fætur) þurfa blossa.

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.