Öldrun - 01.02.2001, Blaðsíða 24

Öldrun - 01.02.2001, Blaðsíða 24
24 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001 Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði er hluti af Heilbrigð-isstofnuninni Ísafjarðarbæ, sem varð til við sam- runa heilbrigðisstofnana á norðanverðum Vest- fjörðum. Sjúkrahúsið sinnir bráðaþjónustu á starfs- svæði sínu, sem nær frá Arnarfirði og inn Djúp. Aðrir stórir þættir í starfseminni eru almenn handlæknis- þjónusta, almennar lyflækningar, fæðingarhjálp, endur- hæfing og öldrunarlækningar. Á endurhæfingardeild FSÍ starfa nú fjórir sjúkra- þjálfarar. Deildin býr við ágæta aðstöðu, og er ágætlega tækjum búin. Haustið 1997 réðst öldrunarlæknir til starfa við FSÍ, og í kjölfar þess voru skoðaðir mögu- leikar á því að koma upp endurhæfingarmeðferð fyrir aldraða á stofnuninni. Eftir nokkra undirbúningsvinnu, var farið af stað í janúar 1998, og fyrstu sjúklingarnir innritaðir. Prógrammið sem stuðst er við er að mestu byggt á reynslu Ólafs Þórs við þjálfun og endurhæfingu aldr- aðra, en styðst einnig við aðra þætti sem eru þekktir í endurhæfingu aldraðra. Sjúklingarnir eru “keyrðir” nokkuð hart, en reynslan hefur sýnt að þannig næst bestur árangur. Til að þetta sé hægt eru allir mældir nákvæmlega í upphafi, og í kjölfarið sniðið prógramm sem hentar hverjum einstaklingi. Starfsemi Endurhæfingardeildar FSÍ á Ísafirði Fyrstu tveir dagarnir af 4 vikna prógrammi fara venjulega í mælingar og prófanir, og síðan er hafist handa. Áður hafa sjúklingarnir í langflestum tilfellum verið metnir af öldrunarlækni, til að meta hæfni þeirra til að taka þátt í slíku prógrammi yfirleitt. Sjúklingarnir eru í æfingum að jafnaði 2-3 tíma á dag í sal, og auk þess er vinnustofa þar sem boðið er upp á margskonar handavinnu, og ætlast til að þátttak- endur mæti. Prógrammið er blanda af styrktar og úthaldsæfingum, en auk þess er boðið upp á sérhæfð- ari æfingar eftir því sem við á hverju sinni. Þannig eru mismunandi áherslur hjá einstaklingum með lungna- sjúkdóma og þeim sem eru aðallega með slitgigt, o.s.frv. Endurhæfingarteymið, sem samanstendur af lækni, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðingi á sjúkrahús- inu, hjúkrunarfræðingi heimahjúkrunar og starfs- manni vinnustofu, hittist vikulega þar sem farið er yfir framgang einstakra sjúklinga og framhaldið ákveðið. Á teymisfundum eru einnig tekin fyrir mál annarra sjúk- linga sem gætu komið til greina í prógrammið, og tekn- ar ákvarðanir um samsetningu næstu hópa. Frá upphafi hafa nú rúmlega 90 manns komið til endurhæfingar, en komurnar eru nú ríflega eitthund- rað. Meðallegutíminn hefur verið réttur mánuður, og Ólafur Þór Gunnarsson Lyf-og öldrunarlæknir Sigurveig Gunnarsdóttir Yfirsjúkraþjálfari

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.