Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 10
10 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002
Inngangur
Minnisskerðing er það fyrsta sem flestum dettur í
hug þegar rætt er um Alzheimer sjúkdóm enda eru
fyrstu merki sjúkdómsins oftast minnisglöp. Minnis-
glöpin ná í fyrstu einkum til þess hluta minnis sem sál-
fræðingar kalla atburðaminni (e. episodic minni). Eins
og nafnið gefur til kynna geymir atburðaminni
upplýsingar um atburði í lífi okkar sem við getum stað-
sett í tíma og rúmi og sem við rifjum upp á meðvitaðan
hátt (Tulving, 1972; Wheeler, Stuss og Tulving, 1997).
Atburðaminni gerir okkur kleift að rifja upp hvað
okkur var sagt í fréttum í afmælisveislunni hennar
ömmu í fyrradag og söguþráðinn í kvikmyndinni sem
við sáum í sjónvarpinu í gær með fjölskyldunni í stof-
unni heima. Atburðaminni er hluti langtímaminnis en
langtímaminni rúmar einnig annars konar upplýsingar.
Staðreyndaþekking af ýmsum toga, sem ekki er
bundin stað eða stund, eigin upplifun eða samhengi
(t.d. hver var með okkur og hvernig okkur leið), er
einnig hluti af langtímaminni. Við kunnum margföld-
unartöfluna en munum ekki hvar og hvenær við
lærðum hana þótt við vitum að við lærðum hana í skól-
anum. Það sama gildir um ýmsar sögulegar stað-
reyndir og fræðilega þekkingu. Sá hluti langtíma-
minnis sem geymir þessa staðreyndaþekkingu er kall-
aður merkingarminni (e. semantic memory). Einstök
hugtök eru líka geymd í merkingarminni. Merkinga-
minnið gerir okkur kleift að þekkja hluti og rifja upp
heiti þeirra, framkalla merkingu orða sem við lesum og
umbreyta hugsun okkar og hugtakalegri þekkingu í
töluð orð (Chertkow og Bub, 1990). Tungumálið og
merkingarminni eru því tengd órjúfanlegum böndum.
Margar leiðir eru til að meta starfsemi merkingar-
minnis og af framangreindu ætti ekki að koma á óvart
að málpróf eru oft notuð. Til dæmis má biðja sjúklinga
að skoða myndir og nefna þær. Einnig má biðja sjúk-
linga um að snerta hluti blindandi og nefna þá þannig
eða skrifa heiti á hlutum sem þeim eru sýndir. Mjög
algengt er að orðgleymska komi ekki fram í samtali
þótt hún komi berlega í ljós við prófun. Þetta er vegna
þess að í samtali er auðvelt að tala í kringum hlutina og
þá ber oft lítið á erfiðleikunum. Við prófun eru svar-
möguleikar hinsvegar færri, oft bara einn, og þá koma
erfiðleikar auðveldlega í ljós. Orðfæð kemur einnig vel
í ljós þegar sjúklingar eruð beðnir um að telja upp eins
mörg dýr og þeir geta eða allt sem hægt er að kaupa í
kjörbúðum. Bæði ofantalinna prófa, ásamt mörgum
fleirum, geta endurspeglað merkingarminnisskerð-
ingu þótt það sé ekki eina skerðingin sem endurspegl-
ast í prófunum. Til dæmis geta sjúklingar með mikla
athyglistruflun eða framheilaskerðingu átt erfitt með
að telja upp orð samkvæmt merkingarflokkum.
Upphafsmaður tvískiptingar langtímaminnis í
atburða- og merkingarminni er sálfræðingurinn Endel
Tulving (1972). Tvískiptingin hefur verið gagnrýnd en
sú gagnrýni verður ekki rakin hér. Þó má geta þess að
merkingar- og atburðaminni hljóta að samtvinnast. Til
dæmis er frammistaða okkar alla jafna betri þegar við
lærum orðalista sem er samsettur úr flokkanlegum
orðum (t.d. verkfæri og krydd) en þegar við eigum að
læra jafnmörg óskyld orð sem við getum ekki flokkað
saman og þannig auðveldað minnishleðslu. Þegar við
eigum að muna lista af skyldum orðum hjálpar skyld-
leiki orðanna (merkingarminni) okkur að muna þau og
rifja upp síðar (atburðaminni). Þrátt fyrir gagnrýni er
skiptingin í atburða- og merkingarminni gagnleg og
ekki líkleg til að hverfa. Tulving (1985) hefur hins-
vegar brugðist við gagnrýninni með því að telja
atburðaminni undirkerfi í merkingarminni.
Þótt skerðing í atburðaminni sé oftast fyrsta ein-
kenni Alzheimer sjúkdómsins og lengi vel það sem er
mest áberandi truflast merkingarminni einnig og
Merkingarminni og
Alzheimersjúkdómurinn
Nokkur orð um mikið efni
María K. Jónsdóttir
Ph. D. yfirsálfræðingur
Sálfræðiþjónustu vefrænna
deilda endurhæfingarsviði LSH