Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 28

Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 28
28 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002 Stjórnarstarf Í stjórn á starfsárinu sátu Sigríður Jónsdóttir for- maður, Marta Jónsdóttir ritari, Ólafur Þór Gunnarsson gjaldkeri, Berglind Magnúsdóttir sem jafnframt var fulltrúi stjórnar í ritnefnd og Kristín Einarsdóttir. Í vara- stjórn sátu Steinunn K. Jónsdóttir fráfarandi formaður og Ella Kolbrún Kristinsdóttir. Stjórnarfundir eru haldnir mánaðarlega. Aðalverkefni stjórnar á starfsárinu voru undirbún- ingur námstefna í samvinnu við EHÍ, útgáfa tímaritsins Öldrunar og norrænt samstarf. Félagsmenn eru 290. Námstefnur Tvær námstefnur voru haldnar í samvinnu við End- urmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Námstefnan „Búseta aldraðra í nútíð og framtíð. Mismunandi bú- setuform, þróun þeirra og þjónusta“ var haldin í nóvem- ber 2001. Fjallað var um nýjungar í búsetu erlendis, þjónustu óháð aldri, skipulagningu húsnæðis fyrir aldr- aða, viðhorf aldraðra á öldrunarstofnunum, heilsu- vernd aldraðra, o.fl. Námstefnan „Staða aldraðra í samfélaginu. Hvernig munu áhrif aldraðra aukast á nýrri öld?“ var haldin í mars 2002. Þar var fjallað um félagslega og samfélags- lega stöðu aldraðra m.t.t. atvinnuþátttöku, stjórnmála- þátttöku, fjölskyldulífs, aldursfordóma, einstaklings- frelsis og fleiri þátta. Námstefnurnar voru vel sóttar, u.þ.b. 100 einstak- lingar sóttu fyrri námstefnuna og 70 þá síðari. Norrænt samstarf Öldrunarfræðafélag Íslands er aðili að Nordisk Gerontologisk Forum (NGF), norrænum samtök- um öldrunarfræðafélaga. Stjórnarsetur NGF er í Osló. Formaður öldrunarfræðafélagsins á sæti í stjórn NGF. Haldinn var fundur í Osló í haustið 2001. Formaður sótti fundinn fyrir hönd Öldrunarfræðafélagsins. Á fundinum voru lagðar fram 2 lagabreytingartillögur sem báðar hafa verið samþykktar í stjórn öldrunar- fræðafélagsins. Önnur breytingartillagan laut að hækkun meðlimagjalds allra aðildarfélaga til NGF. Hin lagabreytingartillagan laut að breytingu á formennsku í NGF. NGF heldur öldrunarfræðiráðstefnu annað hvert ár. Næsta ráðstefna verður sú 16. í röðinni og haldin í Árósum 25.-28. maí 2002 og fjallar um einstaklinginn og öldrun (Aldring og individualitet). NGF gefur út fréttabréfið Gero-Nord, sem sent er öllum félagsmönnum. Heiðursfélagar Heiðursfélagar Öldrunarfræðafélagsins eru Þór Halldórsson, Ársæll Jónsson og Gunnhildur Sigurðar- dóttir. Reykjavík 25. mars 2002, f.h. stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands, Sigríður Jónsdóttir, formaður. Skýrsla formanns Öldrunarfræðafélags Íslands fyrir starfsárið 2001 — 2002

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.