Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 12

Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 12
12 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002 mynd 2). Talið hefur verið að í síðara tilvikinu skipti nytjaþættir, það er að segja hvað við gerum við hlutina og hvar við notum þá, meira máli en hvernig hlutirnir líta út. Stólar geta til dæmis verið mjög ólíkir að lögun og lit og stærð. Allir gegna þeir þó sama hlutverki. Ef heilaskaði verður til þess að upplýsingar um skynræna þætti tapast leiðir það til erfiðleika við að skilgreina og rifja upp heiti yfir lifandi verur, t.d. dýr. Einkenni sem birtast þannig að einn merkingarflokkur dettur út (t.d. dýr) þýða því ekki endilega að sá flokkur sé geymdur annars staðar í heilanum en þeir flokkar sem tapast ekki. Það getur einfaldlega verið að þeir þættir sem vega þungt í að skilgreina þessi hugtök hafi tapast. Þótt einhverjar truflanir í merkingarminni komi fram jafnvel snemma í Alzheimer sjúkdómi er ekki vitað með vissu hvort einn merkingarflokkur skerðist umfram annan eins og hér var rætt að framan. Það er þó ekki ólíklegt að svo sé miðað við það sem við vitum um eðli sjúkdómsins. Það er nefnilega svo að vangeta til að nefna eða þekkja lífverur virðist tengjast þeim heilasvæðum sem Alzheimer sjúkdómurinn leggst þungt á, eða gagnaugageirum og limbíska kerfinu (e. temporolimbic). Afmarkaðir erfiðleikar við að þekkja og nefna dauða hluti virðast hinsvegar fremur mega rekja til skaða á framheila og hvirfilgeirasvæðum (e. fronto-parietal) (Garrard, Patterson, Watson & Hodges, 1998). Eru yfirhugtök sterkari en undirhugtök? Warrington (1975) var sú fyrsta sem kom fram með þá hugmynd að yfirhugtök varðveitist fremur en undir- hugtök. Þeir sjúklingar sem hún rannsakaði voru illa skilgreindir, einungis kallaðir heilabilaðir (e. dem- ented) og tegund heilbilunarinnar ekki nánar skil- greind. Engu að síður hafa menn velt þessari tilgátu hennar fyrir sér í tengslum við Alzheimer sjúkdóm. Warrington (1975) telur að þegar við heyrum orðið lax (mynd 1) breiðist virkni niður eftir hugtakanetinu, frá dýri niður í gegnum fiskur og loks í lax. Hugmynd Warrington var sú að yfirhugtök væru sterkari því að aðgangur að hugtökum í merkingarminni væri ofan frá og niður og því væru yfirhugtökin ef til vill sterkari af því þau hafi virkjast oftar. Þetta þýðir að ekki er unnt að virkja, eða rifja upp, undirhugtök á undan yfirhug- tökum. Þessar hugmyndir eru þó mjög umdeildar (t.d. Rapp og Caramazza, 1989; Jónsdóttir og Martin, 1995/1996). Einna helst beinist gagnrýnin að því að þau verkefni sem Warrington notaði til að meta yfir- hugtakaþekkingu væru mun léttari en þau sem hún notaði til að meta þekkingu á undirhugtökum. Í rann- sókn Jónsdóttur og Davíðsdóttur (2001) voru notuð átta sérhönnuð verkefni til að meta hugtakalega þekk- ingu hjá sex Alzheimer sjúklingum. Reynt var að hafa yfir- og undirhugtakaprófin jafn erfið. Niðurstöður sýndu að þó sjúklingarnir ættu oft í töluverðum erfið- leikum með verkefnin var ekki áreiðanlegur munur á yfirhugtökum og afmarkaðri hugtökum neðar í hug- takanetinu. Fleiri rannsóknir samrýmast þessum niðurstöðum, bæði hjá Alzheimer sjúklingum og öðrum sjúklingahópum (t.d. Jónsdóttir og Martin, 1995/ 1996). Eru hugtökin horfin, skert eða einungis óaðgengileg? Ef við gefum okkur að málpróf geti endurspeglað einhvers konar truflun í eða við merkingarminni á eftir að svara hvers konar truflun um er að ræða. Menn hafa einkum nefnt tvo möguleika (t.d. Rich, Park, Dopkin & Brandt, 2002). Í fyrsta lagi gæti verið um að ræða ein- hverskonar hrörnun í merkingarminninu sjálfu. Upp- lýsingar gætu hafa tapast eða það skipulag sem er á upplýsingum (sbr. mynd 1) gæti hafa riðlast. Í öðru lagi gæti verið um að ræða erfiðleika við að nálgast upp- lýsingar í merkingarminni þrátt fyrir að upplýsingar lægju þar óskertar. Þetta gæti til dæmis verið tilkomið vegna þess að Alzheimer sjúklingar gætu ekki leitað í minni á eins skilvirkan hátt og áður vegna almennrar vitrænnar hrörnunar. Auðvitað gæti svo verið um að ræða einhverskonar blöndu af þessu tvennu. Þetta er nokkuð gömul umræða í taugasálfræði og hefur reynst erfitt að gera upp á milli þessara möguleika þó bent hafi verið á ýmsar leiðir (Shallice, 1985). Ýmislegt bendir þó til að fyrri skýringin sé oftast nærtækari í Alzheimer sjúkdómi og um raunverulegt tap á upplýsingum sé að ræða. Það að sjúklingarnir hafa oft skertan málskilning sem helst í hendur við þær villur sem eru gerðar í nefningu hluta virðist koma heim og saman við að merkingarminnið sjálft sé skaddað Mynd 2. Tvær kenningar um skipulag merkingarminnis: a) flokkaskipulag og b) þáttaskipulag.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.