Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 17

Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 17
17ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002 starfsfólkið sem mest annaðist hana og fannst best ef sama fólkið sinnti henni og að það væri viðhaft þetta sama „tempó“ í umönnuninni og hún þekkti hjá sínu starfsfólki. Einstakt samband gat því myndast á milli gamla fólksins og þess starfsfólks sem annaðist það. Uppspretta lífsgæða – list hins mögulega Samskipti geta verið uppspretta lífsgæða hjá starfs- mönnum og skjólstæðingum hjúkrunarheimila sem og annarra heilbrigðisstofnana. Í rannsókn Sigrúnar leitar hún í smiðju tilvistarspekinnar (Vilhjálmur Árnason, 1997) til að varpa fram líkani um hvernig samskipti geta verið uppspretta lífsgæða á vinnustað. Líkanið getur snúið að hvers konar samskiptum hvort sem þau eru á milli starfsfólks innbyrðis eða á milli starfsfólks og skjólstæðinga þess. Meðfylgjandi mynd skýrir lík- anið þar sem teiknaðar eru þrjár mismunandi verur eða staðir einstaklingsins í skilningi tilvistarspekinnar. Til vinstri eru aðstæður okkar (staðvera) en til hægri raungerðir möguleikar (handanvera), í þessu tilviki aukin lífsgæði. Á milli þessara tveggja staða eru svo samveran, samskipti okkar við annað fólk. Samkvæmt líkaninu má líta á veruleika okkar sem aðstæður okkar hverju sinni t.d. aldraður einstaklingur á hjúkrunarheimili. Aukin lífsgæði felast síðan í því að nýta okkur þá möguleika sem við höfum á hjúkrunar- heimilinu t.d. til jákvæðra og gefandi samskipta við annað heimilisfólk eða starfsmenn, þ.e. við ferðumst á milli þessara tveggja áfangastaða, aðstæðna og lífs- gæða, í gegnum styrkjandi og hvetjandi samskipti. Með styrkjandi og hvetjandi samskiptum sjáum við betur það sem okkur er mögulegt og auk þess geta samskiptin gefið okkur aukinn kraft og kjark. Kraft til að gefa af okkur í því krefjandi starfi sem umönnun aldraðra er og kjark til að takast á við hrakandi heilsu og endalok lífsins. Samtöl og skoðanaskipti auðvelda okkur að skilja veruleika okkar og að koma auga á möguleikana til að njóta þeirra lífsgæða sem aðstæður okkar leyfa. Jákvæð og uppbyggileg samskipti eru næring fyrir list hins mögulega sem felst í því að njóta þess sem við höfum og koma auga á tækifærin í aðstæðum okkar hvort sem við erum starfsmenn eða heimilismenn. Rannsókn Sigrúnar sýndi að þeir starfsmenn sem nutu jákvæðra samskipta við stjórnendur og samstarfsmenn leið vel í vinnunni og kunnu jafnframt að meta sam- skipti við viðskiptavini sína. Rannsókn Ingibjargar varpar ljósi á hversu mikil áhrif viðhorf og samskipti starfsfólksins við hina öldruðu hafa á líðan og lífsgæði aldraðra sem dvelja á hjúkrunarheimilum. Með starfs- mannastefnu og stjórnunaraðferðum sem byggja á virðingu og trausti í samskiptum má styrkja stoðir góðra samskipta starfsmanna við skjólstæðingana sem eru uppspretta lífsgæða fyrir alla sem hlut eiga að máli. Heimildir Guldvog, B. (1997). Hvordan paavirkar sykehuspersonelets arbeidsmiljö result- atene for pasientene? Nordisk Medicine, 112, 246 - 251 Ingibjörg Hjaltadóttir (2001). Physically frail elderly residents´ perception of quality of life in nursing homes. (meistaraprófsritgerð). Reykjavík: Háskóli Íslands, Hjúkrunarfræðideild. Kanter, R.M. (1979). Power failure in management circuits. Harvard Business Review, 57 (4), 65 — 75. Kierkegaard, S. (1848). Synspunktet for min Forfatter Virksomhed. Köbenhavn. Latter, S. (1998). Health promotion in the acute setting: the case for empowering nurses. Í Kendall, S. Health and Empowerment. Research and Practice. London: Arnold. Nutbeam, D. (1998). Health promotion glossary. Health Promotion International, 13 (4), 349 — 364. Sigrún Gunnarsdóttir (2000). Líðan starfsfólks á sjúkrahúsi. (meistaraprófsrit- gerð). Reykjavík: Háskóli Íslands, Hjúkrunarfræðideild Vilhjálmur Árnason (1997). Broddflugur. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Rannsóknar- stofnun í siðfræði. DVALARHEIMILIÐ – ÁS – HVERÐAGERÐI

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.