Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 21

Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 21
21ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002 Fyrir röskum 25 árum lögðu tveir breskir öldrunarlæknar, Isaacs og Caird, til að hugtakið heilabilun yrði tekið til almennrar notkunar í klíniskri læknisfræði. Þeir skilgreindu hana sem „víðtæka skerðingu á heilastarfsemi með truflunum á minni, einbeitingu og dómgreind, hjá sjúklingi með eðlilega meðvitund“ Tekið var fram að hugtakið heilabilun ætti ekki við sérstök frávik í sérhæfðri starfsemi heilans eins og kennistol og málstol eða breytingar á skapgerð, tilfinningum eða hegðun1. Ílæknanámi hafði fram til þessa lítil fræðsla farið framum að skilvitund sjúklinga kynni að skipta máli fyrir lækningu og bata og engin próf tiltæk til greiningar. Greindarpróf eins og WAIS þóttu ekki heppileg þar sem fyrirlögn þeirra krafðist sérhæfðs starfskrafts og fyrirlögn tók meiri tíma en eina klukkustund2. Það hafði því mjög takmarkaða þýðingu í almennu læknis- starfi þótt reynt væri að notast við styttri útgáfur. Öldr- unarlækningar voru á þessum tíma í örum vexti og þörfin fyrir greiningaraðferðir fyrir heilabilun var mjög knýjandi. Árið 1970 hóf undirritaður framhaldsnám í Aber- deen hjá dr L.A.Wilson, einum frumkvöðli Breta í öldr- unarlækningum. Hann hafði þá þegar tekið í notkun einfalt greiningartæki fyrir heilabilun, sem hann hafði fengið hjá bandarískum geðlækni, dr Goldfarb í New York. Þetta tæki var kallað ¨Goldfarb score¨ eða ¨Men- tal status questionnaire¨ eða MSQ prófið3. Nokkur sambærileg próf komu síðar fram (AMTS; Abbreviated mental test score, DRS; Dementia rating scale, SPMSQE; Short portable mental status questionnaire for the elderly, OSGP; Orientation scale for geriatric patients o.fl.) en MSQ prófið mun sennilega hafa náð mestri útbreiðslu. Dr Wilson gerði á því lítils háttar breytingar og í þeirri mynd var MSQ prófið þýtt á íslensku og notað m.a. til kennslu læknanema um ára- bil. MSQ-próf ið MENTAL STATUS QUESTIONNAIRE Nafn Heimilisfang Aldur Fæðingardagur og ár Dagur Mánuður Ár Staður Forseti Fyrrverandi forseti MSQ prófið samanstendur af 10 spurningum sem taka til ákveðinna minnisþátta úr daglegu lífi fólks. Það tekur stuttan tíma og auðvelt er að koma því fyrir í venjulegu klínisku samtali. Best er að framkvæma það með því að spyrja sjúklinginn spurninganna í þessari röð; MSQ-prófið Ársæll Jónsson yfirlæknir á Landakoti

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.