Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 25

Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 25
25ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002 Áhugaverð bók fyrir alla er starfa með öldruðum – ráðstefna um heilahrörnunar- sjúkdóma verður haldin á Hótel Esju dagana 27.- 29. apríl 2003. Þetta er norræn ráðstefna sem haldin er á tveggja ára fresti. Þekktir fyrirlesarar munu vera með erindi sem fjalla meðal annars um: þunglyndi, æðavitglöp, meðferð við hegðunartruflunum, Lewy sjúkdóm, Parkinsonsjúkdóm og fleira. Lokaundirbúningur ráðstefnunnar stendur nú yfir og seinna verður nánar auglýst hverjir verða með fyrirlestra en það eru m.a. Þórður Sigmundsson, Laura Fratiglioni, Sture Eriksson og Dag Aarsland. Fylgist með dagskránni og skráið ykkur á heimasíðu ráðstefnunnar sem er www.congress.is. NorAge Bókin „Life worth living: How someone you love canstill enjoy life in a nursing home. The Eden Alter- native in action“, er skrifuð að Bandaríska öldrunar- og heimilislækninum dr. William H. Thomas. Í bókinni greinir hann frá hvernig viðhorf hans breyttust er hann ákvað að skipta um starfsvettvang. Hann fór frá bráða- sjúkrahúsi og tók að sér stöðu lækningaforstjóra á hjúkrunarheimili í New York. Í bókinni lýsir hann hvernig hann þróaði, í samvinnu við starfsfólk sitt, Eden Alternative aðferðina, sem yfir 200 hjúkrunar- heimili í Bandaríkjunum eru rekin eftir í dag. Eden Alternative er skírskotun til aldingarðsins Eden, þar sem návígi manna, dýra og plantna var náið. Dr. Thomas leggur áherslu á að starfsfólk hjúkr- unarheimila meðhöndli heimilisfólk eins og fólk sem þarfnist fyrst og fremst umhyggju, félagsskaps og breytileika, og að starfsfólkið líti ekki á einstaklingana sem vanvirka sjúklinga sem eingöngu þurfi á skipu- lagðri enduhæfingu eða afþreyingu að halda. Áherslupunktar kenninga Dr. Thomas eru að í stað „sótthreinsaðra“ hjúkrunarheimila eigi að fylla heim- ilin af plöntum, hafa gæludýr og sjá til þess að börn séu daglegir gestir á hjúkrunarheimilinu. Dr. Thomas talar um að aldraðir hafi þörf fyrir að finna að einhver þarfn- ist þeirra, það sé hlutverk sem hverfi oft við það að flytja inn á hjúkrunar- heimili. Í stuttu máli þá vill dr. Thomas sjá „líf“ eða „gróanda“ inni á öldr unarheimilum, því nægilega oft séum við minnt á dauðann. Plöntur, hvers kyns sem þær eru, eru merki um líf, þær vaxa og dafna, það þarf að hlúa að þeim og næra þær. Það sama má segja um börn og gæludýr. Gæludýr vekja upp umönnunarþörf hjá fólki, sama á hvaða aldri maður er, gæludýr veita einnig félagslega nánd og sýna ástúð og væntumþykju til baka. Þegar maður les bókina, sér maður fyrir sér nota- legt hjúkrunarheimili þar sem er mikið líf og fjör, en þó heimilislegt, þar sem öllum líður vel, bæði heimilisfólki og starfsfólki. Bókin hentar öllum fagstéttum og er hugmynda- fræði hennar í raun frábært verkfæri til þverfaglegrar samvinnu. Þeir sem vinna á hjúkrunarheimilum öðlast nýja sýn á starf sitt og möguleika. Margar skemmtilegar myndir prýða bókina. Bókina er hægt að panta á netinu, t.d. á www.amazon.com eða www.shopping.yahoo.com

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.