Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 5

Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 5
5ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002 Ákvörðun um byggingu Droplaugarstaða var tekinhjá framkvæmdanefnd Reykjavíkurborgar vegna stofnana í þágu aldraðra í byrjun janúar 1979. Upphaf- lega var ráðgert að reisa dvalarheimili fyrir 66 vist- menn en í febrúar 1981 var ákveðið að breyta þriðju hæð hússins alfarið í hjúkrunardeild. Droplaugarstaðir opnuðu 30. júní 1982 þegar 2. hæðin var opnuð sem vistdeild fyrir 36 einstaklinga. Í september sama ár var opnuð hjúkrunardeild fyrir 32 einstaklinga á 3. hæð. Droplaugarstaðir áttu því 20 ára afmæli nú í sumar. Fljótt kom í ljós að ummönnunarþarfir vistfólksins fóru vaxandi. Þetta varð viðurkennt af heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu, sem gaf leyfi fyrir að hluti vistrýmisins yrði notað fyrir hjúkrunarsjúklinga. Drop- laugarstaðir breyttist alfarið í hjúkrunarheimili 1. jan- úar 1996. Í dag er fjöldi hjúkrunarrýma 68 og þar af eru tvö pláss nýtt sem hvíldarpláss fyrir fólk búandi á heim- ilum sínum úti í bæ. Herbergin skiptast í 13 tvíbýli og 42 einbýli. Framtíðarstefnan er að bjóða öllum einbýli sem til stofnunarinnar koma, enda er það krafa nútím- ans. Áætlanir um stækkun heimilisins er á vinnslustigi og er þá miðað við að allir fái einbýli. Viðbótarpláss verða þá 14. Stöðugildi heimilisins eru alls 74,6 og þar af eru 15 stöðugildi hjúkrunarfræðinga en fjölmennastir eru starfsmenn Eflingar og sjúkraliðar. Margir hjúkrunar- og læknanemar hafa tekið að sér umönnunarstörf á heimilinu samhliða námi sínu. Læknisþjónustan hefur frá upphafi verið veitt af sérfræðingum í öldrunarlækn- ingum frá sjúkrahúsunum, fyrst frá lyflækningadeild Borgarspítalans í Fossvogi (B-álmu) og síðustu árin eftir þjónustusamningi við öldrunarsvið Landspítala Háskólasjúkrahúss. Á stofnuninni starfa tveir sjúkra- þjálfarar og tveir iðjuþjálfar. Allir heimilismenn hafa fótavist á hverjum degi og sjúkra- og iðjuþjálfun er beitt til að viðhalda þeirri færni sem fyrir er og oft er hægt að byggja upp meiri sjálfsbjargargetu hjá vistmönn- unum. DROPLAUGAR- STAÐIR Ingibjörg Bernhöft forstöðumaður Droplaugarstaða Árið 2001 var gerður samningur um lyfjaskömmtun frá Lyfjaveri. Klíniskar rannsóknir eru gerðar í sam- vinnu við Landspítala Háskólasjúkrahús og fleiri aðila. Þann 1. september s.l. voru 28 af 107 starfsmönn- um af erlendum uppruna. Sérstakt átak hefur verið gert til þess að bæta aðlögun þessa fólks og íslensku- kennsla hefur verið boðin öllum starfsmönnum sem þurfa. Margir þessara starfsmanna hafa starfsréttindi

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.