Öldrun - 01.05.2004, Síða 3
3ÖLDRUN – 22. árg. 1. tbl. 2004 www.oldrun.net
22. árg. 1. tbl. 2004
EFNISYFIRLIT:
Að njóta þess sem liðið er 4
Gunnar Hersveinn
Nokkrar staðreyndir um þunglyndi
hjá öldruðum 8
Hallgrímur Magnússon
Hreyfing viðheldur sál og líkama 12
Þórunn B. Björnsdóttir
Þunglyndi meðal þeirra sem
þjást af heilabilun 14
Erla S. Grétarsdóttir
Um rithátt 18
Hervör Hólmjárn
Hópvinna/viðtöl á öldrunarstofnunum 20
Soffía Snorradóttir
Geðheilsa eldri landsmanna
– lyf eru ekki lausn við leiða 24
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
•
ÚTGEFANDI:
Öldrunarfræðafélag Íslands
Pósthólf 8391, 128 Reykjavík
www.oldrun.net
ÁBYRGÐARMAÐUR:
Smári Pálsson
PRÓFARKALESTUR:
Hervör Hólmjárn
FORSÍÐUMYND:
Ciceró
UMSJÓN AUGLÝSINGA:
Öflun ehf. – Faxafeni 5
UMBROT OG PRENTUN:
Gutenberg
UPPLAG:
600 eintök
Tímaritið Öldrun kemur út
tvisvar á ári
STJÓRN
ÖLDRUNARFRÆÐAFÉLAGS ÍSLANDS
Pósthólf 8391 128 Reykjavík
Sigríður Jónsdóttir, formaður. formadur@oldrun.net
Marta Jónsdóttir, ritari, ritari@oldrun.net
Ólafur H. Samúelsson, gjaldkeri, gjaldkeri@oldrun.net
Kristín Einarsdóttir
Smári Pálsson
Sigrún Guðjónsdóttir
Sigrún Ingvarsdóttir
ISSN 1607-6060
ÖLDRUN Frá ritnefnd
Öldrun, sem er fagtímarit fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu
og áhugasaman almenning, hefur verið gefið út frá árinu
1983. Fyrstu árin var það í formi fréttabréfs, en frá 1999 í
núverandi mynd. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda, en í
fyrstu grein þess fjallar Gunnar Hersveinn um Cíceró og
sýn hans á ellina ,,Að njóta þess sem liðið er”. Gaman er að
geta þess að þessi grein er tilkomin vegna tilmæla
áskrifanda blaðsins. Aðrar greinar fjalla um þunglyndi
aldraðra og er blaðið þemahefti um þunglyndi, þar sem
fjallað er um sjúkdóminn m.a. af öldrunargeðlækni,
sálfræðingi, hjúkrunarfræðingi og sjúkraþjálfara.
Til liðs við blaðið hefur bæst öflugur starfsmaður, en það er
Hervör Hólmjárn bókasafnsfræðingur. Hún er
prófarkalesari blaðsins og hefur þar fyrir utan verið
óþreytandi að vinna að aukinni útbreiðslu þess. Ritstjórn
þakkar Hervöru hennar framlag til blaðsins og lítur
björtum augum til áframhaldandi samstarfs.
Ritnefnd vill vekja athygli á því að GeroNord, sem er blað
samnorræna Öldrunarfræðafélagsins, hættir að koma út í
núverandi mynd en verður aðgengilegt á Netinu
www.geronord.no. Næsta ráðstefna GeroNord verður í
Stokkhólmi 23. – 26. maí, en efni hennar er ,,öldrun –
áskoranir og möguleikar”. Hægt er að nálgast nánari
upplýsingar á Netinu.
Ritnefnd Öldrunar:
Smári Pálsson, sálfræðingur, ritstjóri
Soffía Egilsdóttir, félagsráðgjafi, gjaldkeri
Jóhanna Rósa Kolbeins, iðjuþjálfi
Ólafur H. Samúelsson, öldrunarlæknir
Netfang Öldrunar: ritnefnd@oldrun.net