Öldrun - 01.05.2004, Blaðsíða 25

Öldrun - 01.05.2004, Blaðsíða 25
25ÖLDRUN – 22. árg. 1. tbl. 2004 www.oldrun.net Tengja þarf kynslóðir betur saman Sú þróun sem hefur átt sér stað í samfélaginu síðustu ár, að skipta kynslóðum jafn mikið upp og nú tíðkast, er ekki farsæl. Það þarf að efla tengslin á milli aldurshópanna. Í þemamánuðinum fjallaði séra Sig- finnur Þorleifsson um það að eiga aldraða foreldra og mikilvægi þess að hlúa vel að þeim sem manni þykir vænt um. Einnig voru kynnt verkefni þar sem unnið hefur verið að því að tengja kynslóðir saman. Í félags- starfi Gerðubergs hefur fólk á öllum aldri t.d. unnið saman að trjárækt og spilað félagsvist. Í mörgum verk- efnum miðla þeir eldri til þeirra yngri. Í Námsflokkum Reykjavíkur hefur þessu einnig verið snúið við þar sem þeir yngri kenna þeim eldri á tölvur. Einnig fréttist af skemmtilegu vinaverkefni fyrir austan milli eldri borgara og leikskólabarna þar sem hvert leikskólabarn fékk einn vin af eldri kynslóðinni. Lyf geta verið nauðsynleg en þau eru ekki lausn við leiða Í þemamánuðinum var fjallað um það hvort þunglyndi og kvíði séu eðlilegir fylgifiskar efri áranna. Raunin er sú að þeir eru það ekki. Þetta eru vandamál sem þarf að taka á hjá eldra fólki eins og því yngra. Tilhneigingin hefur verið sú, að leysa þennan vanda hjá eldra fólki eingöngu með lyfjagjöf. Lyfin geta oft hjálpað fólki tímabundið, en það er nauðsynlegt að huga einnig að félagslegum þáttum og bjóða aðrar meðferðir sam- hliða. Ef leiðindi gera vart við sig er lausnin ekki fólgin í lyfjum. Það er miklu betra að finna sér eitthvað að gera til að vinna bug á leiðindunum. Kvíði og þunglyndi eru annars eðlis og mikilvægt að bregðast rétt við og þá á fólk á öllum aldri að leita sér aðstoðar t.d. á heilsu- gæslustöðvum. Iðjuleysið má ekki ná yfirhöndinni Það skiptir miklu máli að eiga sér áhugamál, ekki síst þegar aldurinn færist yfir og fólk fer að minnka við sig vinnuna. Allir ættu að reyna að finna sér eitthvað til að hafa fyrir stafni, hvort sem það er að rækta gömul áhugamál eða uppgötva einhver ný. Það er hægt að taka þátt í alls konar starfsemi ef áhugi er fyrir hendi. Margs konar félagsstarfsemi er í boði á vegum Félags eldri borgara og í félagsmiðstöðvum víða um borg og bý þar sem fólk kemur saman til að spila, syngja og leika á hljóðfæri eins og Vinabandið, sem er hljómsveit eldri borgara í Breiðholti, gerir. Vinabandið spilaði á öllum hádegisverðarfundunum í þemamánuðinum við mikla lukku. Hreyfing er einnig mikilvæg. Guðrún Nielsen kynnti félag áhugafólks um íþróttir aldraðra þar sem hún er formaður, en félagið hvetur fólk á efri árum til að hreyfa sig reglulega. Margir vinna einnig að ýmiss konar listgreinum. Aðrir vilja láta til sín taka í sam- félaginu og þá er ýmiss konar samfélagsþjónusta í boði eins og sjálfboðaliðastarfsemi t.d. á vegum Rauða kross- ins eða kirkjunnar. Það skiptir öllu máli að hver og einn finni sér einhverja iðju sem hann hefur áhuga á, því iðjuleysið má ekki ná yfirhöndinni. Í þemamánuðinum kynnti Valgerður Snæland Jónsdóttir hláturjóga þar sem hún kenndi fólki að auka hláturinn í lífinu, þar sem hláturinn lengir og bætir lífið.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.