Öldrun - 01.05.2004, Síða 5

Öldrun - 01.05.2004, Síða 5
5ÖLDRUN – 22. árg. 1. tbl. 2004 www.oldrun.net Rökin fyrir tengingunni á milli hamingju og elli eru á þá leið að sá sem ekki er sáttur við sjálfan sig geti sett sér markmið, bæði stór og smá, skammtíma- og langtímamarkmið. Og hann þokast nær, leiði mark- miðin til góðs. Hægt og bítandi, markmið eftir mark- mið, ár eftir ár, færist hann í áttina að takmarkinu. Hamingjan tekur tíma og hún er ekki auðfengin. Það liggur strit bak við hamingju sérhvers manns, blóð, sviti og tár. Samt er hún höndluð án áreynslu, þarfnast jafnvægi hugans. Hamingjan er eins og hús, sem tekur langan tíma að reisa. Hún er safn markmiða sem hefur verið náð eða ekki náð, því bak við hamingjuna hvílir líka lærdómur af því sem ekki varð. „Sá sem setur sér engin markmið er fífl” (Aristó- teles). Hann ráfar stefnulaust um í lífinu og lifir senni- lega tilgangslausu og hamingjusnauðu lífi. Hamingjan er nefnilega margra ára púl án strits. Hún er það besta og þess vegna er erfiðast að öðlast hana, jafnvel þótt það felist endanlega í því að nema staðar og anda djúpt. Hamingjan er rósemd hjartans, hamingjan er gleðin sem sprettur af verkunum og líka heppninni. Hamingjan er safn. Hamingjan er hamur. Hún er ekki óljós tilfinning. Hún er ekki stundin sem er að líða, ekki gleðin sjálf, hún er hamurinn sem fólk íklæðist. Hún er traust og örugg vörn sem fólk getur öðlast. Hún er falin í hegðun og viðhorfi til sjálfs sín, annarra og umhverfis. Vegur hennar er langur en ferðalangurinn er samt á veginum. Það er kostur. Hamingjan er umgjörð. Hamingjan er hlý og skjól- góð flík. Hamingjan er spik. Hamingjan er spik sálar- innar. Ef til vill fæst hamingjan með visku og réttlæti. Ef til vill fæst hún af gæsku, dyggðum, ef til vill réttri breytni, ef til vill af hreinni gleði yfir dásemdum. Ef til vill drengskap, ef til vill trúmennsku. Ef til vill ekki, a.m.k. er uppskriftin ekki föl. Gerð hamingjunnar, lögun hennar, form, það er spurningin. Best er að líkja henni við spik, þétt og þykkt spik sálarinnar. Eftirsóknarvert spik sem safnast á sálina með árunum. Spiki sálarinnar þarf að safna með hugsun, viðhorfi og réttum ákvörðunum í lífinu. Og verða feitur. Hamingjuspik sálarinnar ver gegn skakkaföllum og er verndarvættur manneskjunnar. Líkamlega feitur maður verður ekki grannur í einu vetfangi. Eins hverfur spik sálarinnar ekki á hverjum degi. Hamingjusamur maður verður ekki auðveldlega óhamingjusamur. Hann verður dapur um stundarsakir, leiður og óánægður, en hann fellur ekki. Sál hans tapar spiki en verður ekki ber- skjölduð. Sá, á hinn bóginn, sem ekki safnar hamingjuspiki, er í hættu. Ef til vill lifir hann í sjálfsblekkingu og verður afhjúpaður annaðhvort af sjálfum sér eða öðrum. Hann er varnarlaus gagnvart áföllum og fellur. Hann lifir ef til vill á megrunarfæði sálarinnar. Á í ekkert hamingjuhús að venda, engan ham, aðeins sjálfsblekkingarhjúp. Annar hefur ekki fundið hamingjuveginn sinn og heldur skjóllaus eitthvert áfram. Hamingjan er óháð ýmsum ytri þáttum, bæði fátækir og ríkir geta öðlast hana, bæði trúaðir og trúlausir, gáfaðir og vitlausir. Hún er óháð heiminum, nema hvað vondir, ranglátir og lygarar eiga erfitt með að höndla hana einfaldlega vegna þess að þeir búa við hættu á afhjúpun, vegna þess að þeir byggja á fölskum forsendum. Þeirra epli eru súr en ekki sæt. Hamingjan er spunnin úr aðstæðum sérhvers manns og kjarki til að taka ákvarðanir um líf sitt. Hámark hamingjunnar er af þessum sökum að vera öldungur í ruggustól. Hugmyndin er að ungir geti verið ánægðir eða óánægðir og að hamingja sé viða- meira hugtak sem þarfnist margra ára til að verða að veruleika. Það eru því ekki allir ginkeyptir fyrir þessari tilgátu um hamingjuna og ellina. Nútíminn er einfaldlega þannig að flestir vilja öðlast það sem þá langar í strax. Ég hef flutt erindi um þessa kenningu fyrir aldraða og jafnvel þeir hika gagnvart henni. Ástæðan, að mínu mati, er sú að þeir tengja hamingju sína við ljóma æskuár- anna og þau ár sem flest afrekin voru unnin. Þetta er villa því það er safn afrekanna og minningin um æskuna sem skapar hamingjuna. Ellin getur því verið tíminn til að njóta þess sem er liðið og verið tími endurmats. Afrekin og æskan er ekki eitthvað sem hefur glatast heldur safnast í sarpinn til að njóta síðar. Ég er alls ekki að gleyma þjáningunni, missinum eða því sem ekki varð, en gagnvart þessu má tileinka sér jákvætt viðhorf til mótvægis. Af þjáningunni fæst þroski, missinum dýpt og við erum líka það sem við glötuðum. Það er aldrei næg ástæða til að vera bitur. III. Um ellina eftir Cíceró Marcús Túllíus Cíceró er einn kunnasti fræðimaður þeirra þjóða sem bjuggu við Miðjarðarhafið fyrir Krist. Hann var þjóðskörungur og ritið Um ellina samdi hann á móðurmáli sínu latínu sem varð síðar mál lærðra manna í Evrópu. Cíceró fæddist árið 106 fyrir Krists burð í grennd við borgina Arpinum u.þ.b. 100 km austur af Rómaborg. Rómverska ríkið var lýðveldi á dögum hans. Cíceró kom ungur að árum til Rómar til að sækja menntun og þá virðingu sem hann sóttist eftir. Árið 63 f. Kr. varð hann ræðismaður eftir að hafa gegnt mörgum öðrum virðingarminni embættum. Frá þessu er sagt í inngangi að lærdómsriti bókmenntafélagsins Um ellina eftir Cíceró (HÍB, 1982). Þar er ævi hans og ferill rakinn

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.