Öldrun - 01.05.2004, Page 8
8 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 1. tbl. 2004
Inngangur
Margt hefur verið rætt og ritað um þunglyndi á
undanförnum árum. Efnið er orðið nokkuð vinsælt í
fjölmiðlum, fólk kemur í sjónvarpið og segir lífs-
reynslusögur sínar og blöð og tímarit fjalla oft um þetta
efni. Á veggjum heilbrigðisstofnana má sjá spjöld þar
sem athygli gesta og gangandi er vakin á sjúkdómnum.
Á þessum spjöldum eru gjarnan litmyndir af fólki með
mikinn angistarsvip eða hamingjusvip og áletranirnar
með stríðsfréttaletri. Í jólabókaflóði undanfarinna ára
má finna bækur sem að meira eða minna leyti eru
helgaðar þessum sjúkdómi.
Það er því ekki að undra þótt hinn almenni borgari
sé orðinn all vel heima í greiningu og eðli þessa
sjúkdóms og er það vel. Við þessa miklu umræðu virðist
hugtakið „þunglyndi“ vera orðið eilítið óskýrara en það
var og orðið virðist að einhverju leyti vera að fá
viðbótarmerkingu sem er nær því sem hingað til hefur
verið kallað „lífsleiði“ og núorðið heyrist orðið
„þunglyndi“ einstaka sinnum notað sem lýsingarorð og
nær þá yfir eitthvað sem er leiðinlegt eða óheppilegt.
Undanfarin 10-15 ár hefur sjúkdómurinn verið
rannsakaður í vaxandi mæli. Fjöldi útgefinna greina um
þunglyndi aldraðra á ári hefur sexfaldast á undan-
förnum 20 árum, á árinu 1984 voru þær rúmlega 50, en
árið 2002 voru yfir 300 greinar um þunglyndi aldraðra
birtar. Það er þess vegna hægt að slá því föstu að
þekking á þunglyndi aldraðs fólks hefur aukist mikið á
síðustu árum.
Í þessari grein verður reynt að taka saman helstu
atriði um þunglyndi aldraðra sem sannprófuð hafa verið
með rannsóknum á sjúkdómnum. Hér er um að ræða
niðurstöður rannsókna sem að bestu manna yfirsýn eru
mjög áreiðanlegar, þ. e. a. s. rannsóknaraðferðin stenst
ströngustu kröfur og niðurstöður staðfestar af fleiri en
einni slíkri rannsókn.
Hvað er þunglyndi?
Meðal lækna er víðtækt samkomulag um hvernig
setja skal greininguna þunglyndi. Í alþjóða sjúkdóms-
greiningalistanum (1) eru talin upp þau einkenni sem til
þarf.
Einkennunum er skipt í tvo flokka, höfuðeinkenni
og almenn einkenni.
Höfuðeinkenni:
1. Stöðugt „langt niðri“ í a. m. k. tvær vikur
2. Minnkaður áhugi eða ánægja við venjubundnar
athafnir
3. Aukin þreyta og minnkuð orka
Almenn einkenni:
1. Minnkað sjálfsöryggi eða léleg sjálfsmynd
2. Aukin sektarkennd
3. Endurteknar hugsanir um dauða; sjálfsvígs-
hugmyndir eða hegðun sem bendir til slíkra
hugmynda
4. Minnkuð hæfni til einbeitingar
5. Tregða í hreyfingum
6. Svefntruflanir
7. Breytingar á matarlyst og tilsvarandi breyting á
líkamsþyngd
Nokkrar staðreyndir
um þunglyndi hjá öldruðum
Hallgrímur Magnússon
geðlæknir, öldrunarsviði LSH