Öldrun - 01.05.2004, Page 9

Öldrun - 01.05.2004, Page 9
9ÖLDRUN – 22. árg. 1. tbl. 2004 www.oldrun.net Greiningin er sett á eftirfarandi hátt: Vægt þunglyndi: A. m. k. tvö höfuðeinkenni og fjögur almenn einkenni Þunglyndi: A. m. k. tvö höfuðeinkenni og sex almenn einkenni Alvarlegt þunglyndi: Öll þrjú höfuðeinkennin og a. m. k. fimm almenn einkenni Alvarlegt þunglyndi hjá öldruðum er í öllum aðalatriðum sams konar sjúkdómur og hjá yngra fólki, en vægari gerðir eru hjá öldruðum að sumu leyti frábrugðnar því sem algengast er á miðjum aldri. Hér er helst um að ræða eftirtalin atriði. 1. Aldraðir eru sjaldnar „langt niðri“ en yngri hópar (2) 2. Kvartanir um líkamleg einkenni án vefrænna sjúkdóma eru algengari hjá öldruðum (2) 3. Skerðing á vitrænni starfsemi getur verið fylgi- fiskur þunglyndis hjá öldruðum og getur við alvarlegt þunglyndi verið svo mikil að það líkist heilabilun (3) 4. Kvíði er algengur. Allt að helmingur aldraðra með þunglyndi þjáist einnig af kvíða (4) Afleiðingar þunglyndis Þunglyndi hefur miklar afleiðingar fyrir sjúklinginn sjálfan og nánasta umhverfi hans. Afleiðingarnar fyrir þjóðfélagið eru einnig verulegar. Þessar eru helstar: 1. Þunglyndi hjá öldruðum er einn af þeim átta sjúkdómum sem valda mestri fötlun (2) 2. Þunglyndi aldraðra leiðir oft til ónauðsynlegra innlagna (5) 3. Þunglyndi er stærsti áhættuþátturinn fyrir sjálfsvígum aldraðs fólks (2) 4. Þunglyndi aldraðra eykur á fötlun vegna líkamlegra sjúkdóma (6) 5. Þunglyndi aldraðra leiðir til lengri dvalartíma á sjúkrahúsum (2) 6. Þunglyndi aldraðra eykur á erfiðleika aldraðra til að taka lyfin sín rétt (2) 7. Þunglyndi aldraðra dregur verulega úr lífsgæðum (2) 8. Þunglyndi eitt og sér minnkar lífslíkur fólks (2) Algengi þunglyndis aldraðra Rannsóknir frá Evrópu og Norður-Ameríku benda sterklega til að á hverjum tíma sé milli 8% og 15% aldraðra með þunglyndi. Hér er verið að tala um allar gerðir þunglyndis, bæði alvarlegt og vægt og allt þar á milli. Í Evrópu var þessi tala 12.3% (7). Svo virðist sem algengi (fjöldi með þunglyndi á hverjum tíma) sé svipað í öllum þjóðfélögum og hjá öllum kynþáttum (7). Milli 17% og 30% aldraðra sem leita heimilislæknis hafa veruleg þunglyndiseinkenni (2). Á sjúkrahúsum er algengi þunglyndis hjá öldruðum hærra en í þjóðfélaginu almennt. Í flestum rannsóknum eru 10%-45% aldraðra sem innlagðir eru á sjúkrahús með þunglyndi (2). Á hjúkrunarheimilum er talan enn hærri. Þar eru milli 30% og 45% vistmanna með sjúk- dóminn (2). Ekki er vitað með vissu hvort þunglyndi er algengara hjá öldruðum en hjá þeim sem yngri eru. Rannsóknum ber ekki saman um þetta, sumar sýna óbreytta tíðni, aðrar hærri tíðni hjá öldruðum og til eru þær rannsóknir sem benda til lægri tíðni þunglyndis hjá öldruðum en hjá yngra fólki. Orsakir og áhættuþættir Erfðaþættir hafa mun minni þýðingu við þunglyndi aldraðra en hjá yngra fólki (8). Ýmsir þættir hafa áhrif á líkur þess að einstaklingurinn fái þunglyndi. Þessir eru helstir: 1. Fólk með svefntruflanir er líklegra en aðrir til að fá þunglyndi (9) 2. Fólk með fötlun vegna líkamlegra sjúkdóma er líklegra en aðrir til að fá þunglyndi (9) 3. Konur eru líklegri til að fá þunglyndi en karlar. Þessi munur helst fram á efri ár þótt grunur sé um að hann minnki með aldrinum (2) 4. Sterk tengsl eru milli líkamlegra sjúkdóma og þunglyndis(8) 5. Ýmiss konar áföll geta komið þunglyndi af stað (8). Meðal þeirra er sorg, skilnaður, bráð og alvarleg líkamleg veikindi, miklar fjárhags- kröggur 6. Vitað er að ýmis lyf geta valdið aukaverkunum sem minna mjög á þunglyndi Stundum er hægt að ráða bót á sumum þessara áhættuþátta svo sem svefntruflunum og óheppilegri lyfjagjöf. Greining þunglyndis Skimun eftir þunglyndi hjá öldruðum er oft gerð með spurningalistum. Þá eru lagðir fyrir spurninga- listar sem gefa til kynna hvort líklegt sé að viðkomandi einstaklingur þjáist af þunglyndi eða ekki. Slíkir spurningalistar eru ekki nothæfir til greininga heldur gefa aðeins vísbendingu um mögulega greiningu (10). Sá spurningalisti sem mest er notaður í þessu sambandi nefnist GDS (Geriatric Depression Scale). Hann var búinn til árið 1983 (11). Listinn hefur komið út í mörgum útgáfum síðan og verið þýddur á fjölmörg tungumál. Hann hefur verið þýddur á íslensku og er

x

Öldrun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.