Öldrun - 01.05.2004, Blaðsíða 12
12 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 1. tbl. 2004
Grikkir til forna lögðu rækt við
líkamlega hreysti og töldu heilbrigði
vera heilbrigða sál í hraustum líkama.
Sterk tengsl eru enda þekkt milli sálar
og líkama, sem birtist á ýmsan hátt svo
sem í göngulagi og hreyfingu fólks.
Áhrif líkama á sál eru ekki síður mikil
en áhrif sálar á líkama.
Lífsgæði felast í því að verða, vera og tilheyra og þó aðhreyfigeta sé ekki nauðsynleg forsenda fyrir
lífsgæðum, þá aukast þau með fullri hreyfigetu. Sýnt
hefur verið fram á í fjölda rannsókna að reglubundin
áreynsla og þjálfun gegnir lykilhlutverki í forvörn gegn
ótímabærri færniskerðingu á efri árum og til þess að
draga úr áhrifum langvinnra sjúkdóma. Þannig má efla
alla hreystieiginleikana, vöðvastyrk, þol, jafnvægi og
snerpu. Þeir, sem þurfa helst að bæta sig til að mæta
athöfnum daglegs lífs geta náð árangri með mun minni
þjálfun en áður var talið, að því tilskyldu að tegund
þjálfunar, þjálfunartími og álag sé einstaklingsmiðað og
taki mið af þörfum hvers og eins.
Reglubundin þjálfun í formi daglegrar hreyfingar, til
dæmis göngu, þarf að vera að minnsta kosti samanlagt
30 mínútur á dag og ekkert mælir gegn því að þjálfa í
lotum. Lengri eða álagsmeiri þjálfun gefur þó meiri
árangur. Hafa ber hugfast að sígandi lukka er best í
stignun og hlutfallslega er betra að auka þyngd æfinga
en hraða þeirra. Alhliða þjálfun þar sem reynir á þol,
snerpu og jafnvægi til skiptis er æskilegust. Aldraðir
kjósa oft fremur hreyfiþjálfun með félagslegu ívafi.
Gönguhópar með sjálfskipaðan leiðtoga, með eða án
göngustafa, hafa gefist vel. Kaffisopi að lokum verður
eins og rúsína í pylsuenda og virkar félagslega hvetj-
andi til hreyfingar. Þolþjálfun eykur súrefnisflutning um
allan líkamann, einnig til heilans, og hefur það jákvæð
áhrif á athygli, einbeitingu og minni í framhaldinu. Það
er aldrei of seint að hefja líkamsþjálfun til alhliða
heilsubótar og ánægju.
Reglubundin styrktar- og þolþjálfun er mikilvæg í
meðferð á þunglyndi og hefur einkar góð áhrif á vægt
þunglyndi og getur dugað þar ein og sér og er án
aukaverkana.
Áhugaverðar greinar
Blumenthal, J.A., Babyak, M.A., Moore, K.A., Craighead, W.E.,
Herman, S., Khatri, P., Waugh, R., Napolitano, M.A., Foreman,
L.M., Applebaum, M., Doraiswamy, P.M., og Krishnan, K.R. (1999).
Effects of exercise training on older patients with major
depression. Archives of Internal Medicine, 159, 2349-2356.
Clarkson-Smith, L. (1989). Relationships between physical exercise and
cognitive abilities in older adults. Psychology and Aging, 4, 183-189.
Kramer, A.F., Hahn, S., Cohen, N.J., Banich, M.T., McAuley, E.,
Harrison, C.R., Chason, J., Vakil, E., Bardell, L., Boileau, R.A., og
Colombe, A. (1999). Ageing, fitness and neurocognitive function.
Nature, 400 (6743), 418-419.
Singh, N.A., Clements, K.M., Singh, M.A. (2001). The efficiacy of
exercise as a long-term antidepressant in elderly subjects: a
randomized, controlled trial. Journals of Gerontology, Series A, Biol
Sci Med Sci, 56, M497-504.
Hreyfing
viðheldur sál og líkama
Þórunn B. Björnsdóttir
sjúkraþjálfari, öldrunarsviði
LSH