Öldrun - 01.05.2004, Side 14
14 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 1. tbl. 2004
Samspil heilabilunar og þunglyndis
Þó að vitræn skerðing í ýmsu formi sé megin-
einkenni heilabilunar þá eru önnur einkenni og heil-
kenni oft fylgikvillar sjúkdómsins. Dæmi um þessa
fylgikvilla eru kvíði, þunglyndi, ranghugmyndir, of-
skynjanir og margs konar hegðunarvandamál
(American Psychiatric Association, 1994). Sá fylgikvilli
sem hlotið hefur mesta athygli er þunglyndi, en
sambandið á milli heilabilunar og þunglyndis er oft
mjög flókið. Tilraunir til að aðgreina þessa tvo
sjúkdóma með taugasálfræðilegum og taugalífeðlis-
fræðilegum mælingum hafa að mestu leyti verið
árangurslitlar (Teri og Wagner, 1992). Vandamálin við
aðgreininguna eru eftirfarandi: Þunglyndi eitt og sér
getur haft í för með sér einhverja vitræna skerðingu og
þannig líkt eftir einkennum heilabilunar. Til dæmis
kvartar fólk með alvarlegt þunglyndi oft undan
minniserfiðleikum og að eiga erfitt með að hugsa og
einbeita sér. Slíkir erfiðleikar koma einnig fram á
taugasálfræðilegum prófum. Oft er vísað til þess konar
þunglyndis sem afturkallanlegrar heilabilunar eða
gerviheilabilunar (pseudodementia) vegna þess að
einkenni vitrænnar skerðingar hverfa þegar þunglyndið
hefur verið meðhöndlað. Heilabilun ein og sér getur
einnig falið í sér ýmsar breytingar á svefni, matarlyst,
hreyfigetu, hugrænum þáttum og framtakssemi og
þannig líkt eftir mörgum aðaleinkennum þunglyndis.
Þannig er ljóst að mörg einkenni þunglyndis og heila-
bilunar skarast sem gerir sundurgreiningu á þessum
tveimur sjúkdómum oft erfiða. Þetta málefni flækist enn
frekar við það að þunglyndi getur að einhverju leyti
verið einn af áhættuþáttunum fyrir heilabilun þar sem
rannsóknir hafa sýnt fram á að einstaklingar sem þjást
af þunglyndi eiga það frekar á hættu að þróa með sér
Alzheimers-sjúkdóm (Devanand o.fl., 1996).
Orsakir þunglyndis hjá sjúklingum með
heilabilun
Árið 1989 var fyrst farið að leggja áherslu í
rannsóknum á þunglyndi sem kemur í kjölfar heila-
bilunar. Það var bent á að þó að mikilvægt sé að greina
á milli þessara tveggja sjúkdóma þarf að hafa í huga að
sami einstaklingurinn getur þjáðst af báðum sjúk-
dómum á sama tíma (Reifler o.fl., 1989). Miklar vanga-
veltur hafa verið um það hvað orsaki þunglyndi hjá
þeim sem þjást af heilabilun. Sumir halda því fram að
þunglyndi brjótist fram vegna þess að eitthvað við
sjúkdóminn heilabilun hrindi af stað birtingu gene-
tískrar næmni til að þróa með sér þunglyndi. Það sem
styður þessa kenningu er að þunglyndi er mun
algengara hjá þeim Alzheimers-sjúklingum sem hafa
fjölskyldusögu um þunglyndi en hjá þeim sem ekki hafa
slíka sögu (Strauss og Ogrocki, 1996). Önnur kenning,
sem mönnum þykir líklegri er sú að þunglyndi hjá
sjúklingum með heilabilun sé tilfinningalegt viðbragð
við hugrænni hnignun og minni almennri virkni (Teri
og Wagner, 1992). Stuðningur við þessa kenningu er sá
að það er ekki bein fylgni á milli framgangs heilabilunar
og þunglyndis. Þannig virðist vera að þunglyndi sé
algengast á vægari stigum heilabilunar þegar fólk hefur
meiri innsýn inn í þá vitrænu skerðingu sem er að eiga
sér stað (Fitz og Teri, 1994; Forsell og Winblad, 1998).
Engin meðvitund eða innsýn í vitræna skerðingu
(anosognosia) virðist vera nokkurs konar hlífðar-
skjöldur sem kemur í veg fyrir að fólk upplifi þunglyndi.
Í rannsókn Starkstein o.fl. (1997) kom fram að
„anosognosia“ jókst og þunglyndi minnkaði eftir því
sem vitræn skerðing Alzheimers-sjúklinga varð meiri.
Þunglyndi
meðal þeirra sem þjást
af heilabilun
Erla S. Grétarsdóttir
er að ljúka doktorsprófi í
klínískri öldrunarsálfræði