Öldrun - 01.05.2004, Qupperneq 21
21ÖLDRUN – 22. árg. 1. tbl. 2004 www.oldrun.net
Hópvinna getur bætt líðan
Tilgangur með hópvinnu er margþættur, má þar nefna:
• að bæta líðan viðkomandi einstaklings, and-
lega, félagslega og líkamlega
• að bæta samskipti vistmanna innbyrðis og við
aðra sem vistmenn hafa samskipti við
• að auðvelda starfsfólki vinnuna og gera hana
markvissari
Markmið
Markmið hópmeðferðar aldraðra eru einstaklings-
bundin, markmið geta verið:
• að ná betri tökum á vandamálum sínum
• að auka sjálfstraust, að auka félagslega og
líkamlega færni
• að auka sátt og aðlögun að ævikveldinu
Það eru til ýmiss konar hópar, misjafnlega saman-
settir og hópvinna er þar af leiðandi misjöfn.
Í okkar hópum er blandað saman ýmsum aðferðum
m.a. huglægri atferlismeðferð, sem byggist á kenn-
ingum Becks, atvik sem leiða til umhugsunar, við-
bragða og athafnar.
Markmið hennar er að umbreyta hugsunum og
hegðun og finna hentugri lausnir eða að fá fólk til að
hugsa um daginn í dag og hvernig hægt er að leysa úr
vandamálum hans. Aðferðir til að ná markmiðinu er
m.a. fræðsla t.d. um mannleg samskipti, sjúkdóma o.fl.
Einnig er mikið lagt upp úr slökun, hreyfingu og
endurminningum s.s. rætt um fæðingarstað, jól, skoð-
aðar myndir o.fl.
Mikilvægur þáttur hópstarfsins getur falist í að
tækifæri gefist til að fylgjast nánar en ella með líðan
fólksins og ef veikindi eru í aðsigi þá er hægt að grípa
inn í. Það getur hindrað mikil veikindi og innlögn á
spítala.
Að velja í hóp
Undirbúningur/ framkvæmd
Hjúkrunarfræðingur sem leiðir hópinn velur 6-8
þátttakendur, sem þurfa ekki endilega að hafa sömu
vandamál. Þeir mega vera af báðum kynjum, þó minnst
tveir af hvoru kyni.
Því næst eru einstaklingsviðtöl/forskoðun.
Þá er mikilvægt að útskýra varlega og vel út á hvað
hópvinna gengur.
Gefa sér góðan tíma og vera í rólegu og þægilegu
umhverfi, fá sjúkrasögu og gera sér grein fyrir
vandamálum og kostum viðkomandi.
Þá er mikilvægt að vera með fundina á ákveðnum
tíma og á ákveðnum stað.
Fundir eru haldnir einu sinni í viku og klukkustund
í senn.
Fundarstaður er í rólegu umhverfi og alltaf á sama
stað. Setið er í góðum stólum við þægilegt borð. Vatn er
í könnu og glös eru hjá hverjum og einum.
Settar eru reglur í byrjun.
Vissar reglur eru kynntar og farið yfir þær í upphafi
hvers fundar:
1. Stundvísi og mætingarskylda
2. Þagnarskylda og trúnaður um það sem er rætt
á fundum, ekki ræða um það við aðra utan
fundar
3. Allir hafa jafnan rétt til að tjá sig, en enginn er
skyldaður að taka til máls
4. Auðsýna öðrum tillitssemi, hjálpast að og
vinna saman að markmiðum hópsins, þ.e.
betri líðan og markvissara starfi
Því næst er síðastliðin vika rifjuð upp.
Oft koma þá ýmis vandkvæði sem reynt er að leysa
úr síðar á fundinum.
Einnig er farið yfir þau verkefni sem ákveðin voru
hjá hverjum og einum á síðasta fundi.
Verkefnin geta verið ýmisleg t.d. að fara í göngu
daglega, tala við ættingja, byrja í leikfimi, æfa slökun,
temja sér viðhorfsbreytingu eins og t.d. í stað þess að
segja „ég get ekki“, segi maður „ég reyni“.
Á sumum fundum er fræðsla aðalefnið. Þá eru tekin
fyrir ýmis efni eins og svefntruflanir, ættfræði, eða
annað skemmtilegt og þá er stundum hlegið dátt.
Við endum á slökun og teygjuæfingum og æfum
okkur að sjálfsögðu heima.
Álit – mat – niðurstöður
Sú meðferð sem er í boði byggist á því að tala
saman, kryfja vandamál, beina fólki á jákvæða braut,
ræða um hluti sem annars væri ekki talað um og reyna
að hjálpa fólki að takast á við lífið og hversdagsleikann.
Það hefur sýnt sig að hópvinna getur hjálpað, ásamt
lyfjagjöf á sama tíma.
Samtalsmeðferð í formi einstaklingsviðtala hefur
almennt ekki verið í boði, þar sem hún þykir taka
mikinn tíma og er dýr. Samtalsmeðferð hefur verið í
boði í Seljahlíð og hefur sýnt frábæran árangur í vissum
tilfellum. Það er áberandi hve vel vistmenn virða reglur
hópsins og starfshætti.
Slökunar- og teygjuæfingar sem æfðar eru í lok
hvers fundar þykja góðar og fólk reynir að æfa sig
heima.
Félagsstarf Seljahlíðar er vandað og metnaðarfullt
starf og margir sem tóku þátt í meðferðinni tóku þátt í
því af krafti.
Mat á hópstarfinu fólst bæði í huglægu mati sem
byggðist á viðtölum við vistmenn, auk staðlaðra kvarða.
Kvarðarnir og huglægt mat sýndu að líðan fólksins var
mun betri eftir hópmeðferð en áður.