Öldrun - 01.05.2005, Page 6

Öldrun - 01.05.2005, Page 6
6 www.oldrun.net ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 Fylgikvillar Fylgikvillar geta fylgt öllum aðgerðum þrátt fyrir að allt sé gert til þess að halda þeim í lágmarki, en á rann- sóknartímabilinu er talið að tíu sjúklingar hafi fengið blóðtappa eftir aðgerð. Rétt er að benda á að eftir að nýju blóðþynningarlyfin (low molecular heparin) komu á markað árið 1992 hafa aðeins tvö tilfelli blóðtappa greinst. Sjö sjúklingar fengu skaða á taug, en í fæstum tilfellum var um varanlegan skaða að ræða.Tuttugu sjúklingar fengu fylgikvilla frá hjarta- og blóðrásarkerfi svo sem gáttatif, hjartabilun og blóðrásarþurrð í heila. Tvær sýkingar greindust á þessu tímabili vegna klasasýkla og til þess að uppræta þær varð að skipta um gerviliðinn. Einn sjúklingur lést í kjölfar aðgerðar. Aðrir fylgikvillar voru minni háttar svo sem ofnæmisviðbrögð við lyfjum og óþægindi frá meltingarfærum. Umræða Gerviliðurinn frá Exeter var þróaður og framleiddur í Englandi árið 1970. Í tímanna rás hafa orðið breytingar á yfirborði liðarins svo og á hönnun bollans sem settur er í mjaðmargrindina. Aðgerðartækni og fyrirbyggjandi aðgerðir vegna sýkinga hafa verið nánast þær sömu þessi 18 ár sem rannsóknin nær til. Fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf og teygjusokkar hafa verið notaðir í öllum aðgerðum. Árið 1992 breytast forvarnir við blóðtappa til hins betra með nýju lyfi sem hefur minnkað áhættu á blóðtappa eftir skurðaðgerðir umtalsvert. Fimm reyndir skurðlæknar gerðu 99% aðgerðanna og nota þeir sömu eða mjög svipaða tækni við aðgerðina. Sams konar bein- sement sem notað er til að festa gerviliðinn var notað allan tímann (Galacos). Ábendingar aðgerða eru svip- aðar hér á Akureyri og í öðrum norrænum löndum. Þó er slitgigt algengari sem orsök aðgerða hér og er það í samræmi við þá staðreynd að slitgigt er algengari á Íslandi. Það sem gerir þessa könnun sérstaka er það að hægt var að fylgja öllum sjúklingum eftir og því teljum við að niðurstöður okkar séu jafnvel áreiðanlegri en annarra erlendra rannsókna (Murray, Britton og Bul- strode, 1997). Hlutfall enduraðgerða sem er helsti mælikvarði á árangur gerviliðsaðgerða er lágt á bæklunardeild FSA miðað við birtar erlendar (http://www.jru.ort hop.gu.se) og íslenskar rannsóknir. Einnig er ljóst að þessi góði árangur hefur farið batnandi á síðustu árum. Fylgikvillar við aðgerðir á bæklunardeild FSA eru svipaðir eða færri en í öðrum birtum rannsóknum, þó er hlutfall sýkinga mun lægra (Williams, Fitzpatrick, Hajat, Reeves, Stimpson, Morris o.fl., 2002). Ályktun Árangur gerviliðsaðgerða hér á Íslandi er góður og a.m.k. jafngóður og í öðrum birtum erlendum rann- sóknum. Því er hægt að fullyrða að á bæklunardeild FSA er veitt góð þjónusta. Hlutfall sýkinga er með því lægsta sem þekkist. Þessi góði árangur næst ekki nema með samhentu, vel þjálfuðu starfsfólki og öruggum starfsreglum. Ljóst er að fleiri gæðarannsóknir þarf að gera og nú stendur til að halda áfram á þessari braut og gera rannsóknir þar sem sjúklingum er fylgt eftir til framtíðar og kanna árangurinn út frá sjónarhóli sjúk- linga. Heimildir Murray, D. W., Britton, A.R. og Bulstrode, C. J. (1997). Loss to follow-up matters. Journal of Bone and Joint Surgery Br., 79, 254-257. Sótt af Netinu 11.04.05 http://www.jru.orthop.gu.se/ Williams, O., Fitzpatrick, R., Hajat, S., Reeves, B.C., Stimpson A., Morris, R.W. o.fl. (2002). Mortality, morbidity, and 1-year autcomes of primary elective total hip arthroplasty. Journal of Arthroplasty, 17, 165-171. Tafla 1. Orsakir enduraðgerða á gerviliðum í mjöðm: Konur/ - Lær- Fjöldi /karlar Endur- Bolli leggs- (fjöldi) aðgerðir (nærhluti) hluti (fjarhluti) Allar orsakir 37 12/25 13 17 7 Los 26 8/18 10 13 3 Brot á fjarhluta 2 1/1 1 0 1 Endurtekin liðhlaup 7 1/6 0 4 3 Sýkingar 2 2/0 2 0 0 DVALARHEIMILIÐ – ÁS – HVERAGERÐI

x

Öldrun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.