Öldrun - 01.05.2005, Page 8

Öldrun - 01.05.2005, Page 8
8 www.oldrun.net ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 Sjúklingar sem njóta hjúkrunar vegna aðgerða á mjöðm hafa annaðhvort gengist undir gerviliðsað- gerð á mjöðm eða fengið beinbrot á mjöðm. Slitgigt er algengasta ástæða gerviliðsaðgerðar á mjöðm hjá öldruðum. Algengar ástæður fyrir broti á mjöðm er fall sem orsakast af lélegu næringarástandi, hreyfingarleysi, heilabilun eða öðrum sjúkdómum. Um 95% mjaðmarbrota verða hjá fólki sem er 50 ára og eldra. Hjúkrun við gerviliðsaðgerðir felst í góðum undir- búningi með tilliti til fyrra heilsufarsástands, getu sjúklings og aðstæðna og að fyrirbyggja mögulega fylgikvilla aðgerðar. Við beinbrot skiptir miklu að meta næringarástand og annað heilsufar sjúklinga og bregðast við því. Hjúkrun eftir aðgerðir felst í að fyrirbyggja mögu- legar aukaverkanir og auka hæfni sjúklings til end- urhæfingar. Gerviliðsaðgerðir gefa oft góðan árangur og bæta heilsu. Þar sem vitað er að mjaðmarbrot á efri árum minnkar lífsgæði er mjög mikilvægt að vinna að forvörnum á breiðum grundvelli og gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir beinbrot. Hagur og ástand sjúklinga sem fara í aðgerð á mjöðm er mjög misjafn eftir því hvort um er að ræða gerviliðsaðgerðir eða aðgerðir vegna beinbrota. Hið sama gildir um hjúkrun við þessar aðstæður. Hér verður fjallað um hjúkrun sjúklinga vegna aðgerðar á mjöðm samkvæmt þessari skiptingu. 1. Hjúkrun sjúklinga sem gangast undir gerviliðsaðgerð Þegar sjúklingur hefur í samráði við lækni sinn ákveðið að gangast undir gerviliðsaðgerð á mjöðm er hann oftast orðinn þjáður af verkjum sem hafa farið versnandi, er með stirðleika í mjöðminni og stórlega skerta hreyfigetu. Þetta ástand hefur haft áhrif á lífs- gæði sjúklings um langa hríð og þess vegna er hann oft- ast fremur fús að fara í aðgerð þótt ákvörðunin sé í flestum tilvikum erfið. Langalgengasta ástæða fyrir því að sjúklingar gangast undir gerviliðsaðgerð er slitgigt. Slitgigt er algengasti bæklunarsjúkdómurinn og einn af fjórum sjúkdómum sem valda bæklun hjá eldra fólki. Slitgigt hefur í för með sér rýrnun og eyðingu á liðbrjóski, en einnig breytingar á aðlægum vefjum eins og beinum og liðpokum. Slíkt hefur í för með sér stirð- leika, breytingar á liðum og liðstöðu og verki. Þeir eru í byrjun mest áberandi við álag, en verða oftast meira samfelldir og sárari þegar fram líða stundir. Þá er að- gerð oft eina úrræðið til hjálpar (Black, Hawks, og Keene, 2001; Helgi Jónsson, 2004). Hvað getur sjúklingur gert sjálfur til hjálpar meðan hann bíður aðgerðar? Manneskja sem þjáist af slitgigt og bíður aðgerðar á mjöðm vegna þess, getur gert ýmislegt til þess að draga úr verkjum og vanlíðan. Hún getur tileinkað sér lífsstíl sem gerir henni lífið auðveldara, minnkar vanlíðan og lengir tímann áður en til aðgerðar kemur. Því miður er Hjúkrun sjúklinga vegna aðgerða á mjöðm Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á öldrunar- lækningadeild L-3 LSH Landakoti

x

Öldrun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.