Öldrun - 01.05.2005, Qupperneq 14

Öldrun - 01.05.2005, Qupperneq 14
14 www.oldrun.net ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 Sýnt hefur verið fram á að einstaklingar sem hafa farið í gerviliðsaðgerð á mjöðm eru með vöðvarýrnun í mjaðmarvöðvum 2-3 árum eftir aðgerð. Styrkur mjaðm- arvöðva hefur mikil áhrif á göngugetu, gönguhraða og almenna færni einstaklinga með gervilið í mjöðm. Kraft- leysi í mjaðmarvöðvum sérstaklega í fráfærsluvöðvum mjaðma og litlu snúningsvöðvunum eykur á óstöðug- leika í mjöðm, getur valdið losi á gervilið eða leitt til ann- arra fylgikvilla (Jan, o.fl., 2004; Segtnan, 2001; Shih, o.fl., 1994). Það er því mikilvægt að fólk geri æfingar strax á sjúkrahúsinu og fái leiðbeiningar með sér heim. Það þarf að halda áfram með æfingar með sérstakri áherslu á vöðvastyrk, ekki bara til að hindra vöðvarýrnun heldur til að viðhalda og auka færni og koma í veg fyrir fylgi- kvilla (Jan, o.fl., 2004; Sashika, Matsuba og Watanabe, 1996; Segtnan, 2001). Niðurstöður rannsókna sýna að meðferðarheldni í heimaæfingunum skiptir miklu máli upp á þjálfunaráhrif (Jan, o.fl., 2004). Rannsóknir á heilsutengdum lífsgæðum fólks fyrir og eftir gerviliðsaðgerð á mjöðm sýna marktæka breyt- ingu til hins betra á heilsufari, þreki, verkjum, svefni, líðan og lífsgæðum í heild (Maxey og Magnusson, 2001; Tómas Helgason o.fl., 2000). Einstaklingar sem leggjast inn á bæklunarlækninga- deild LSH í Fossvogi og fara í gerviliðsaðgerð á mjöðm dvelja 5-6 daga á sjúkrahúsinu eftir aðgerð. Sjúkra- þjálfun er mikilvæg sem fyrsta meðferð eftir aðgerðina. Hún bætir færni og starfræna getu og þá getur sjúkra- þjálfun einnig stytt legutíma og þar með minnkað kostnað í heild (Munin, Rudy, Glynn, Crossett, og Rubash, 1998). Það er og hefur verið sameiginlegt álit sjúkraþjálfara að þessir einstaklingar eigi að fá meðferð tvisvar sinnum á dag virka daga og a.m.k einu sinni á dag um helgar meðan á sjúkrahúsdvöl stendur (Frebur- ger, 2000; Vaktir sjúkraþjálfara, 2001). Fræðsla er mikil- vægur þáttur í meðferðinni, bæði hópfræðsla og ein- staklingsfræðsla. Mikilvægt er að fræða um gerviliðinn, liðvernd og hættuna á liðhlaupi. Farið er vel yfir hvaða hreyfingar þarf að varast sérstaklega fyrstu 3-4 mánuð- ina og hvernig á að hreyfa sig „rétt“. Fræðsla fyrir og eftir aðgerð skiptir miklu máli fyrir þá sem hafa fengið gervilið í mjöðm og hefur einnig áhrif á árangur aðgerða (Freburger, 2000). Markmið sjúkraþjálfunar þessa fyrstu viku eftir gerviliðsaðgerð á mjöðm er að gera einstaklinginn sjálf- bjarga. Þessu er náð með færnimiðuðum æfingum þ.e. að æfa flutning úr og í rúm, að setjast og standa upp úr stól og liðferilsæfingum sem miða að því að auka hreyf- anleika í mjaðmarliðnum. Æfingar sem gerðar eru á sjúkrahúsinu eru aðallega virkar, virkar með aðstoð, „isometriskar“ fyrir sérstaka vöðvahópa og stöðugleika- æfingar. Gönguþjálfun hefst strax daginn eftir aðgerð, fyrst með háa göngugrind og síðan hækjur eða lága göngugrind. Fræðsla er mikilvægur þáttur í meðferð- inni. Leggja þarf áherslu á gönguþjálfun til að sem flestir geti gengið án gönguhjálpartækja nokkrum vikum eftir aðgerð. Göngugreining og leiðrétting á göngumynstri er mikilvægur þáttur í þjálfun þessara einstaklinga. Á göngu er einnig mögulegt á einfaldan hátt að þjálfa margs konar hreyfingar. Hægt er að taka út ákveðna þætti í göngufasanum og þjálfa ákveðna vöðva og hreyfingar til að ná upp góðri göngugetu. Lengdarmunur getur verið á fótleggjum eftir þessar aðgerðir og er hægt að laga það með upphækkun í skó. Þetta hefur einnig áhrif á göngumynstur. Þeir sem fá gervilið sem ekki er festur með bein- sementi mega bara stíga með 10-15 kg þunga í þann fót fyrstu 6 vikurnar og auka svo ástigið smám saman. Útskrift Fólk þarf að hafa ákveðna færni til þess að geta útskrifast eftir gerviliðsaðgerð. Það þarf að vera sjálf- bjarga með flutning, þ.e. fara framúr og upp í rúm, ganga með þau hjálpartæki (hækjur/grind) sem farið er með heim og ganga upp og niður tröppur. Einnig er mikilvægt að geta sest í stól, staðið upp úr stól, farið einn á salerni og klætt sig. Fólk þarf að vera öruggt með hvaða hreyfingar á að varast, eins og að beygja of mikið í mjöðm (>90°), snúa aðgerðarfæti of mikið inn á við, krossleggja fætur og setjast á hækjur sér. Einnig er mikilvægt að fólk hafi gott vald á þeim æfingum sem það á að gera heima. Fólk þarf að verða nær sjálfbjarga með framangreint á þessum 5–6 dögum sem það liggur inni. Það er ekki æskilegt að aka bíl sjálf/ur fyrstu 3–5 vikurnar. Það er ekki æskilegt að vinna erfið heimilisverk til að byrja með eða bera þunga hluti. Auðveldar lausnir geta gert lífið léttara fyrst um sinn, eins og að fjarlægja allar lausar gólfmottur, fjarlægja snúrur t.d frá lömpum, símum o.fl. Einnig er gott að hafa þá hluti sem mest eru notaðir í seilingarhæð í svefnherbergi, t.d. nærföt og sokka, í eldhúsinu og í sjónvarpsherbergi, útbúa mat- arpakka í frysti, kynna sér heimsendingarþjónustu verslana í nágrenninu eða fá ættingja eða vini til að kaupa inn. Þá er gott að eiga stama mottu í bað og sturtu, eiga langt skóhorn og eiga eða fá lánaðar hækjur eða göngugrind. Það er því mikilvægt að undirbúa heimkomu áður en lagst er inn á sjúkrahús. Að lokum Einstaklingar með gervilið í mjöðm geta stundað alla hreyfingu innan ákveðinna marka. Í þessu sem mörgu öðru gildir að nota almenna skynsemi. Aðalat- riðið er að varast athafnir þar sem er mikið um óundir- búnar hreyfingar svo sem boltaíþróttir, hlaup, hopp og að bera þunga hluti. Muna að hvíld er jafn mikilvæg og hreyfing! Mikilvægt er að nota skó með góðum sóla sem veitir fætinum góðan stuðning og fara varlega á ójöfnu undirlagi og í hálku (Ólöf R. Ámundadóttir, 2005). Það er óhætt að stunda kynlíf stuttu eftir aðgerð- ina en gæta þarf að stöðu mjaðmarinnar. Ganga er mjög góð þjálfunaraðferð eins og áður er sagt og er gott að koma sér upp gönguáætlun og auka vegalengd og göngutíma smám saman. Það er óhætt að fara í léttar fjallgöngur án þess að bera mikið. Þá er gott að hreyfa sig í vatni og er sund ágætt þegar sár er vel

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.