Öldrun - 01.05.2005, Side 17

Öldrun - 01.05.2005, Side 17
17ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 www.oldrun.net var lengi vel tiltölulega langur. Helstu mælikvarðar á öryggi og árangur aðgerðar voru einmitt bundnir fylgi- kvillum svo sem dauða, djúpum sýkingum, blóðtöppum, þvagfærasýkingum, lungnabólgum ofl. Seinna þegar búið var að fækka hinum alvarlegu fylgikvillum var farið að mæla árangurinn í bættri færni og minni verkjum. Mælitækin voru lengi vel nokkuð ónákvæm og byggð- ust á grófri áætlun á verkjum, hreyfigetu og færni. Slitgigt í ganglimum, einkum í mjöðm, er ástand sem fyrir einum mannsaldri lagði fólk, sem komið var af léttasta skeiði, í kör. Um leið og öryggi samfara gervi- liðsaðgerðum batnaði jókst eftirspurnin og má með sanni segja að gerviliðsaðgerðir á mjöðm séu með best heppnuðu aðgerðum samtímans. Það sem skiptir mestu varðandi aukna eftirspurn er sívaxandi fjöldi eldri ein- staklinga. Árið 1995 voru 11,3% þjóðarinnar 65 ára og eldri og spáð er að hlutfallið vaxi í 13,6% árið 2015. Tíðni slitgigtar í mjöðm eykst með vaxandi aldri þannig að vel verður að halda á spöðunum ef framboð á að fullnægja eftirspurn. Í OECD-löndunum var tíðni gerviliðsað- gerða á mjöðm milli 50 og 130 per 100.000 á ársgrund- velli (Dreinhöfner o.fl., 2003). Ísland er þarna efst á lista með 133 per 100.000 íbúa. Á Íslandi er spáð að fjöldi fyrstu gerviliðsaðgerða á mjöðm komi til með að aukast um þriðjung, úr 221 árið 1996 í 300 árið 2015 (Þorvaldur Ingvarsson, Hägglund, Halldór Jónsson og Lohmander, 1999). Kostnaður við heilbrigðiskerfið hefur einnig vaxið hröðum skrefum síðustu áratugi. Árið 1960 var kostn- aður við íslenska heilbrigðiskerfið 3,3% af vergri þjóðar- framleiðslu. Árið 1997 var hlutfallið komið upp í 7,9% (Heilbrigðisáætlun til ársins 2010, 2001). Það er því til mikils að vinna ef hægt er að halda útgjaldaaukningu heilbrigðiskerfisins í skefjum. Sé ofangreint haft í huga vaknar óneitanlega sú spurning hvort hægt sé að sameina sjónarmiðin, þ.e.a.s. fullnægja eftirspurn eftir gerviliðsaðgerðum og sam- tímis halda kostnaðinum í skefjum. Ein hugsanleg leið er að bæta skilvirkni heilbrigðis- kerfisins með styttri legutíma. Mjög mikilvægt er hins vegar að gæta þess að öryggi sjúklinga sé ekki stofnað í hættu og því nauðsynlegt að ganga úr skugga um að sjúklingar og umhverfi þeirra þoli vel allar breytingar á verklagi. Markmið rannsóknarinnar Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort hægt væri að stytta sjúkrahúsdvöl einstaklinga sem fá gervilið í mjöðm, án þess að það komi niður á líkamlegri og andlegri líðan þeirra. Framkvæmd Þegar farið var af stað með að rannsaka hvort hægt væri að stytta legutímann var bæklunarskurðdeild Landspítalans í Reykjavík sú eining á Íslandi þar sem afköstin í liðskiptum voru mest á landinu með meðal- talslegutíma upp á rúma 11 daga. Því var ákveðið að bjóða sjúklingum af höfuðborgarsvæðinu, sem voru á biðlista eftir fyrstu gerviliðsaðgerð á mjöðm á Landspít- alanum, þátttöku í framskyggnri slembiúrvalsrann- sókn. Hópnum var skipt af handahófi í tvo hópa. Annar hópurinn, hér eftir kallaður samanburðarhópur, fékk hefðbundna meðferð bæði fyrir og eftir aðgerð á legu- deildinni. Ef talin var þörf á frekari endurhæfingu eða umönnun var sjúklingum í þessum hópi boðið upp á slíkt á sjúkrahóteli eða endurhæfingarstofnun. Hinum hópnum, sem héðan í frá nefnist fræðsluhópur, var boðið upp á fræðslu um það bil 4 til 6 vikum fyrir áætl- aðan aðgerðardag. Þar voru einstaklingarnir vel undir- búnir undir aðgerð bæði munnlega (myndskyggnur) og skriflega (fræðslubæklingur) og meðal annars látnir læra þær æfingar sem æskilegt var að viðhafa fyrir og eftir aðgerð. Einnig var notkun hjálpartækja æfð, m.a. kennt að ganga á hækjum svo eitthvað sé nefnt. Sótt var um þau hjálpartæki sem álitin voru nauðsynleg. Fyrir innlögn fékk sjúklingurinn iðjuþjálfa og/eða sjúkraþjálf- ara í heimsókn til að rifja upp notkun hjálpartækjanna og þær æfingar sem honum höfðu verið kenndar ásamt því að svara spurningum ef einhverjar voru. Að lokinni aðgerð og bráðnauðsynlegri eftirmeðferð var svo fræðsluhópurinn útskrifaður heim á fimmta degi eftir aðgerð ef allt gekk að óskum. Einstaklingum í þeim hópi var boðin fylgd iðjuþjálfa eða sjúkraþjálfara heim af legudeildinni ef þeir óskuðu þess og í framhaldi af því luku þeir endurhæfingunni heima undir eftirliti sjúkraþjálfara og/eða iðjuþjálfa og nutu heimahjúkr- unar eins lengi og þörf var á. Gerviliður í mjöðm

x

Öldrun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.