Öldrun - 01.05.2005, Qupperneq 22

Öldrun - 01.05.2005, Qupperneq 22
22 www.oldrun.net ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 Með auknum möguleikum á meðferð fjölmargra sjúkdóma verður æ nauðsynlegra að gera sér grein fyrir hvernig sjúklingarnir meta líðan sína fyrir og eftir með- ferð, þ.e. heilsutengd lífsgæði, því að flestir vilja ekki aðeins bæta árum við lífið, heldur gæða árin betra lífi. Því er nauðsynlegt að finna jafnvægi milli lífsgæðanna og umfangs meðferðar og þess gagns sem hún gerir. Þeir sem láta sig velferð og öryggi aldraðra varða þurfa að huga bæði að hinum efnislegu og huglægu lífs- gæðum, sem kunna að skipta mismiklu máli í hugum fólks. Fyrir lækni, sérstaklega geðlækni, skipta hug- lægu þættirnir mestu máli þó að ýmsir efnislægir þættir hafi afgerandi áhrif á þá. Fjárhagslegt öryggi og gott húsnæði eru nauðsynlegur rammi til að skapa vellíðan og lífsfyllingu, sem eru heilsutengd lífsgæði. Heilsutengd lífsgæði fjalla um líðan fólks með tilliti til sjúkdóma þess, slysa og meðferðar. Læknismeðferð getur lengt líf og bætt gæði þess lífs sem ólifað er, auk þess sem hún hefur áhrif á ýmis atriði sem mæld verða á lífeðlis- eða lífefnafræðilegan hátt. Bætt lífsgæði er jafn mikilvægt markmið og önnur markmið heilbrigðisþjón- ustunnar. Tilgangurinn með því að mæla lífsgæði er að reyna að meta áhrif heilsufars og meðferðar á líf fólks í víðara samhengi en því einu sem læknar mæla í dag- legu starfi. Mat á lífsgæðum er mikilvægt til þess að gera sér grein fyrir líðan fólks og hugsanlegri notkun þess á heilbrigðisþjónustunni, en hún er háðari almennri líðan fólks en þeim sjúkdómum sem það hefur. Við hófum rannsóknir á heilsutengdum lífsgæðum hér á landi árið 1993. Til er mikill fjöldi mælitækja, prófa, til slíkra rannsókna. Völdum við nokkur slík sem hafa verið mikið notuð erlendis ásamt einu heimatil- búnu til að finna hvaða próf hentaði best hérlendis eða til að þróa nýtt próf til að meta heilsutengd lífsgæði og breytingar á þeim. Niðurstaðan varð nýtt almennt próf sem hægt er að nota fyrir ýmsa mismunandi hópa fólks, á mismunandi aldri, með mismunandi sjúkdóma á mis- munandi stigi o.s.frv., HL-prófið, sem hefur reynst áreiðanlegt og réttmætt (Júlíus K. Björnsson, Kristinn Tómasson, Snorri Ingimarsson og Tómas Helgason, 1997; Tómas Helgason, Júlíus K. Björnsson, Kristinn Tómasson og Snorri Ingimarsson, 1997). Mælitækið var þróað á árunum 1993-1997 með aðstoð 150 einstak- linga sem þreyttu öll prófin. Þetta var heilbrigt fólk í fullu starfi hjá opinberri stofnun, fólk sem leitaði til Á síðasta aldarfjórðungi hafa lífs- gæði verið vaxandi þáttur í umræðunni í velferðarþjóð- félögum Vesturlanda, ekki síst lífsgæði aldraðra, fatlaðra og sjúklinga. Lífsgæði eru bæði persónubundin og efnisleg. Þausíðarnefndu, sem tengjast lífsgæðakapphlaupinu, er hægt að meta hlutlægt þó að deila megi um með hvaða kvarða eigi að mæla þau og hvað teljist viðunandi á hverjum tíma. Líðan og lífsfylling eru hins vegar per- sónubundin lífsgæði, sem ekki verða metin svo viðun- andi sé nema af einstaklingnum sjálfum með huglægu mati. Þrátt fyrir það er ekki nóg að svara spurningunum hvernig líður þér og hvernig er heilsan, þó að það séu grundvallarspurningar í sambandi við heilsutengd lífs- gæði. Svör við slíkum almennum spurningum nægja ekki til að greina á milli hópa fólks eða til að bera saman árangur mismunandi meðferðarforma. Til þess að það sé hægt er nauðsynlegt að búa til mælitæki, sem byggja á stöðluðum spurningum um ýmsa þætti persónubund- inna lífsgæða og heilsu, þ.e. heilsutengdra lífsgæða, svo sem almenns heilsufars, sjálfsbjargargetu, lífsfyllingar og líðanar. Heilsutengd lífsgæði aldraðra Tómas Helgason, prófessor, dr.med

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.