Öldrun - 01.05.2005, Síða 23

Öldrun - 01.05.2005, Síða 23
23ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 www.oldrun.net heilsugæslustöðva, fólk sem var í meðferð á ýmsum deildum Landspítalans, í endurhæfingu á Reykjalundi eða leigjendur hjá Hússjóði Öryrkjabandalagsins. Til þess að fá almennt viðmið og staðla mælitækið var leitað til almennings, sem fundinn var með lagskiptu slembiúrtaki úr þjóðskrá þannig að 400 manns voru á hverju 10 ára aldursbili frá 20 til 79 ára og jafnmargra 80 ára og eldri, jafnmargir af hvoru kyni, samtals 2.800 manns (Tómas Helgason, Júlíus K. Björnsson, Kristinn Tómasson og Erla Grétarsdóttir, 2000). Auk þessa hefur HL-prófið verið notað til að meta heilsutengd lífsgæði hjá ýmsum sjúklingahópum, sem voru á biðlistum eftir meðferð eða í meðferð, samtals tæplega 1.200 manns (Tómas Helgason, Júlíus K. Björnsson, Kristinn Tómas- son, Erla Grétarsdóttir, Halldór Jónsson, Tómas Zoëga, o.fl., 2000). Svörun var góð þar sem fljótlegt og auðvelt er að svara prófinu. Með HL-prófinu eru metnir 12 þættir heilsutengdra lífsgæða og lífsgæðin í heild með kvörðum sem sýna betri lífsgæði því fleiri stig sem viðkomandi fær. Prófið er samsett úr 32 spurningum, 22 eru með þremur til sex gefnum svarmöguleikum, en sjónskalar fylgja 10 spurn- ingum. Það aðgreinir heilbrigða frá veikum, veikari frá minna veikum og frá fötluðum. Einstakir þættir prófsins aðgreindu sjúklingahópana hvern frá öðrum og mikil fylgni var milli heilsufars- og félagslegra þátta prófsins og milli heilsufars og vellíðunar. Heilsufarsþættir prófs- ins eru: Heilsufar, depurð, þrek, kvíði, verkir, líkamleg heilsa, einbeiting og svefn. Félagslegu þættirnir eru: Samskipti, fjárhagur, sjálfstjórn og líðan. Þegar búið var að staðla mælitækið var hægt að bera heilsutengd lífs- gæði einstakra hópa saman við það sem almennt gerist þar sem meðalstigafjöldinn á hverjum þætti er 50. Þeir sem fá færri stig búa við skert lífsgæði. Konur meta heilsutengd lífgæði sín greinilega lakari en karlar í heild og á flestum þáttum nema einbeitingu, samskiptum og fjárhag (mynd 1). Konur yfir sjötugt telja sig hafa betri stjórn á eigin lífi en þær sem yngri eru. Þegar heilsutengd lífsgæði eru skoðuð eftir aldri fyrir bæði kynin saman kemur í ljós að hjá þeim sem eru á milli fimmtugs og sjötugs eru þau nokkurn veginn eins og meðaltalið, en mun lakari hjá þeim sem eru 70 ára og eldri eins og vænta mátti. Sérstaklega á þetta við hvað varðar almennt heilsufar, þrek og líkamsheilsu, en einnig að því er varðar svefn, líðan og heilsutengd lífs- gæði í heild (mynd 2). Aðeins þættirnir fjárhagur og kvíði koma betur út hjá þeim öldruðu. Þetta má þó ekki túlka þannig að fjárhag aldraðra sé almennt vel borgið. Kvarðinn byggir aðeins á tveimur sex stiga fullyrð- ingum: 1) Ég get látið enda ná saman og 2) ég hef áhyggjur af fjárhag mínum. Svörin verður að skoða í ljósi þess, að margt eldra fólk er búið að losa sig úr hús- næðisskuldum, það er flest sparsamt og hefur á langri ævi verið alið upp við nægjusemi og að gera litlar kröfur og sættir sig þar af leiðandi við lítið til að lifa sínu fábrotna lífi, ef það hefur úr litlu að spila. Svefn versnar með hækkandi aldri og því þurfa fleiri eldri borgarar oftar á svefnlyfjum að halda en þeir sem yngri eru. Hins vegar nota hlutfallslega færri eldri borg- arar verkjalyf, kannski af því að þeir búast við ein- hverjum verkjum og sætta sig frekar við þá, ef þeir eru ekki óbærilegir, sem hluta af því að eldast. Sumt af þeim sjúkdómum sem valda miklum verkjum er hægt að lækna mjög vel eins og til dæmis gigt í mjaðmarliðum. Á mynd 3 má sjá hvernig fólk sem er á biðlista eftir mjaðmaraðgerð býr við mjög skert lífsgæði og hvernig lífsgæðin breytast og verða nánast eins og almennt ger- ist eftir aðgerð. Biðlistar eftir sjúkrahúsvist eða öldrun- arvist er með öllu óþolandi, sérstaklega þegar hægt er að bæta lífsgæði fólks með jafn afgerandi hætti og myndin sýnir. Eins og sjá má af framansögðu skiptir heilsan öllu fyrir lífsgæðin. En ekki má gleyma því að náin tengsl eru á milli fjárhags og heilsu, þannig að heilsan er verri því verri sem fjárhagurinn er. Hér hefur aðeins verið fjallað um heilsutengd lífsgæði einstaklinga, en nauð- Mynd 1. Heilsutengd lífsgæði og kyn Mynd 2. Heilsutengd lífsgæði og aldur

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.