Öldrun - 01.05.2005, Qupperneq 24

Öldrun - 01.05.2005, Qupperneq 24
Útdráttur úr ársskýrslum Öldrunarfræðafélags Íslands (ÖFFÍ) vegna starfsársins 2004-2005. 24 www.oldrun.net ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 synlegt er að rannsaka heilsutengd lífsgæði fjölskyldna, sérstaklega eldri hjóna, sem ættu að fá að fylgjast að þegar annað hvort eða bæði þurfa á vist að halda á hjúkrunar- eða öldrunarheimili, ef þau óska þess, til þess að geta haldið áfram að hlúa hvort að öðru. Það má því segja að þrennt skipti máli fyrir viðun- andi lífsgæði aldraðra: Góð heilsa, fjárhagslegur mögu- leiki til að viðhalda lífsvenjum sínum og möguleikar fyrir maka til að fylgjast að til æviloka, jafnvel á hjúkrun- arheimilum. Heimildir Júlíus K. Björnsson, Kristinn Tómasson, Snorri Ingimarsson og Tómas Helgason. (1997). Health-related quality of life of psychiatric and other patients in Iceland: psychometric properties of the IQL. Nordisk Journal of Psychiatry, 51, 183-191. Tómas Helgason, Júlíus K. Björnsson, Kristinn Tómasson og Erla Grétars- dóttir. (2000). Heilsutengd lífsgæði Íslendinga. Læknablaðið, 86, 251- 257. Tómas Helgason, Júlíus K. Björnsson, Kristinn Tómasson, Erla Grétars- dóttir, Halldór Jónsson, Tómas Zoëga, Þórður Harðarsson og Guð- mundur Vikar Einarsson. (2000). Heilsutengd lífsgæði sjúklinga fyrir og eftir meðferð. Læknablaðið, 86, 422-428. Tómas Helgason, Júlíus K. Björnsson, Kristinn Tómasson og Snorri Ingi- marsson. (1997). Heilsutengd lífsgæði. Læknablaðið, 83, 492-502. Hægt er að nálgast HL-prófið á Netinu hjá Námsmatsstofnun að fengnu aðgangsorði hjá forstöðumanninum, Júlíusi K. Björns- syni, sálfræðingi. (julkb@namsmat.is). Greinin er byggð á rannsóknum höfundar og samstarfsmanna hans, Júlíusar K. Björnssonar, Kristins Tómassonar, Erlu Grét- arsdóttur, Snorra Ingimarssonar og Halldórs Jónssonar, jr. Myndir 1 og 2 birtust áður í Læknablaðinu, 86. árg. 4. tbl. og eru birtar hér með leyfi blaðsins. Mynd 2. Heilsutengd lífsgæði og aldur Úr skýrslu Sigríðar Jónsdóttur, formanns. Í stjórn á starfsárinu sátu Sigríður Jónsdóttir formaður, Marta Jónsdóttir ritari, Ólafur Samúelsson gjaldkeri, Smári Pálsson sem jafnframt var fulltrúi stjórnar í ritnefnd og Kristín Einarsdóttir. Í varastjórn sátu Sigrún Guðjónsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir. Stjórnarfundir voru haldnir mánaðarlega, með hléi yfir sumar- mánuðina. Aðalverkefni stjórnar á starfsárinu voru undirbúningur námsstefna í samvinnu við Endurmenntun, þátttaka í norrænu samstarfi og útgáfa tímaritsins Öldrunar. Félagsmenn eru tæplega 360 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Aðsókn var góð á báðar námsstefnur ÖFFÍ sem haldnar eru árlega í samvinnu við Endurmenntun HÍ, en nánar er fjallað um þær síðar í blaðinu (bls. 30-31). Í tilefni af 30 ára afmæli ÖFFÍ var haldið hóf að lokinni námsstefnunni í nóvember 2004 þar sem þátttakendum námsstefnunnar var boðið og einnig helstu bak- hjörlum félagsins með þakklæti fyrir störf þeirra í þágu félagsins. ÖFFÍ er aðili að Nordisk Gerontologisk Forum (NGF), nor- rænum samtökum öldrunarfræðafélaga, sem gefur út fréttabréfið GeroNord fyrir félagsmenn. Stjórnarsetur NGF er í Osló og á for- maður ÖFFÍ sæti í stjórn. NGF heldur öldrunarfræðaráðstefnu annað hvert ár, sú síðasta var haldin í Stokkhólmi í maí 2004, en fjallað var um þá ráðstefnu í síðasta tölublaði Öldrunar. Næsta ráðstefna NGF, númer 18 í röðinni verður haldin í Jyväskylä í Finnlandi dagana 28. – 31. maí 2006. Heiðursfélagar ÖFFÍ eru Alfreð Gíslason, Ársæll Jónsson, Gísli Sigurbjörnsson, Gunnhildur Sigurðardóttir og Þór Halldórs- son. Úr skýrslu Önnu Birnu Jensdóttur for- manns vísindasjóðs. Stjórn vísindasjóðsins skipa Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarfræð- ingur formaður, Guðný Bjarnadóttir öldrunarlæknir og Ingibjörg Ásgeirsdóttir félagsráðgjafi og gefa þær allar kost á sér til áfram- haldandi stjórnarsetu. Þar sem engin umsókn barst um styrk árið 2004 var ákveðið að helmingur styrkupphæðar það árið leggðist við höfuðstól og helmingur yrði til úthlutunar árið 2005. Árið 2005 bárust þrjár eft- irfarandi umsóknir sem allar hlutu 150.000 kr. styrk. 1. Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir sem leggur stund á meistara- nám í öldrunarhjúkrun við Háskóla Íslands vegna rannsóknar sinnar ,,Hjúkrunarheimilisvistun aldraðra einstaklinga sem þjást af heilabilun: Reynsla íslenskra fjölskyldna”. 2. Sigurveig Gunnarsdóttir sem leggur stund á meistaranám í líf- efnafræði við háskólann í Oxford, Englandi vegna rannsókna á sjúkdómum sem tengjast miðtaugakerfinu s.s. Alzheimers- og Parkinsons-sjúkdómum. 3. Smári Pálsson sálfræðingur vegna rannsóknar sem unnin er í samstarfi við öldrunarlækna á LSH og Íslenska Erfðagrein- ingu og fjallar um taugasálfræðilega endurprófun á systkinum Alzheimers-sjúklinga og viðmiða. Sjóðsstjórnin óskar rannsakendum velfarnaðar í vinnu sinni og óskar eftir því að þeir birti árangur af starfi sínu í tímaritinu Öldrun þegar þar að kemur.

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.