Öldrun - 01.05.2005, Qupperneq 26

Öldrun - 01.05.2005, Qupperneq 26
26 www.oldrun.net ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 Markmið rannsóknar Meginmarkmið rannsóknarinnar var annars vegar að bera saman árangur þjálfunaráætlana og þjálfunarað- ferða á hóp eldri aldurshópa, 67 ára og eldri, og hins vegar að kanna hvernig nýta megi magn og ákefð þjálf- unar við val á heilsurækt fyrir þennan aldurshóp. Framkvæmd Þátttakendur í rannsókninni voru 105 eldri borgarar af höfuðborgarsvæðinu. Allir þátttakendur voru látnir framkvæma SPPB-próf (Short Physical Performance Battery). Prófið er þróað í Bandaríkjunum þar sem það hefur verið mikið notað fyrir eldri aldurshópa, (Establis- hed Population for the Epidemiologic Study of the Eld- erly). Prófið mælir jafnvægi, gönguhraða og styrk. Höf- undur þess er Jack Guralnik. Í upphafi rannsóknar var einnig lögð heilsufarskönnun fyrir hvern þátttakanda svo ganga mætti úr skugga um hvort þeir væru hæfir til þátttöku eða ekki. Ólafur Þór Gunnarsson lyf- og öldr- unarlæknir fór yfir niðurstöður og sjúkraskrá þátttak- enda. Þá var kannað nákvæmlega hvort þátttakendur gætu tekið þátt í 12 vikna þjálfunaráætlun þar sem lág- marksmætingarskylda í þjálfun var 80%. Af þessum 105 einstaklingum voru 79 (n=79) sem tóku þátt í verkefn- inu. Meðalaldur þátttakenda var 74,1 ár. Mælingar á öðrum þáttum, fyrri mæling, fór fram í lok janúar 2004. Þessar mælingar voru m.a. 6 mínútna göngupróf, styrktarpróf og mælingar á heilsutengdum lífsgæðum, HL-prófið (IQL – Icelandic quality of life), þar sem þátt- takendur svöruðu almennum spurningum um eigin líðan. Í byrjun febrúar hófst 12 vikna þjálfunaráætlun. Áður en 12 vikna þjálfun hófst var þátttakendum skipt tilviljunarkennt í þrjá jafn stóra tilraunahópa, styrktarhóp, þolþjálfunarhóp og viðmiðunarhóp. Hver hópur fékk dagskrá sem náði yfir 12 vikur. Allir þátttak- endur fengu dagbók til útfyllingar. Þolhópur fékk sér- staka þjálfunaráætlun sem byggð var á gönguþjálfun fimm sinnum í viku, þrisvar undir eftirliti en tvisvar sjálf- stæð þjálfun, þar sem tímalengd og ákefð þjálfunar var fyrirfram ákveðin. Styrktarþjálfun fékk einnig sérstaka þjálfunaráætlun sem skipt var í styrktarþjálfun í sér- Samanburður á þjálfunaraðferðum og þjálfunaráætlunum eldri aldurshópa Janus Guðlaugsson, B.Sc-íþróttafræðingur, Dipl.Ed.próf í uppeldis- og menntunarfræðum Verkefnið er liður í meistaraprófsnámi höfundar við Kennaraháskóla Íslands, íþróttafræðiseturs að Laugarvatni. Leiðbeinendur verkefnisins eru Erlingur Jóhannsson, dósent við KHÍ og Ólafur Þór Gunnarsson, lyf- og öldrunarlæknir, á Landspítala–háskólasjúkrahúsi.

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.