Öldrun - 01.05.2005, Síða 27

Öldrun - 01.05.2005, Síða 27
27ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 www.oldrun.net hannaðri þrekaðstöðu og sjálfstæðri gönguþjálfun. Við- miðunarhópur fékk enga sérstaka þjálfunaráætlun í hendur. Öllum hópum var á þjálfunartíma boðið upp á fjóra fyrirlestra um efni tengt öldrun, þjálfun og heilsu. Að þessum 12 vikum loknum voru fyrri mælingar endur- teknar. Sjötíu og þrír einstaklingar af sjötíu og níu luku rannsókninni eða 92,4% sem verður að teljast mjög góður árangur. Allir þátttakendur eiga miklar þakkir skildar fyrir einstaklega góða og jákvæða samvinnu. Niðurstöður Þegar niðurstöður úr mælingum I og II voru bornar saman kom m.a. í ljós að mismunandi þjálfunaraðferðir og þjálfunaráætlanir hafa ólík áhrif á eldri aldurshópa auk þess sem magn (þjálfunartími) og ákefð þjálfunar (þjálfunarpúls) hefur mikla þýðingu fyrir væntanlegan árangur. Gönguþjálfun eða gönguáætlun þolþjálfunarhóps þar sem aðhald ríkti, en hún innihélt fimm æfingadaga í viku, að jafnaði um 25 mínútur að meðaltali á hverjum degi í 12 vikur á fyrirfram skilgreindu þjálfunarálagi (þjálfunarpúls), skilaði mjög góðum árangri. Þessi góði árangur skilaði ekki aðeins hópnum betri árangri í þoli eða gönguvegalengd um tæplega 6% heldur jókst styrk- urinn einnig um tæplega 4,5%. Tölfræðilega marktækar framfarir (p=0,000) komu einnig í ljós í stólupprisu SPPB-prófsins hjá þolhópi. Þá batnaði andleg líðan þessa hóps um tæplega 4%, þ.e.a.s. tölfræðilega mark- tækur árangur (p=0,008) kom fram í heildareinkunn heilsutengdra lífsgæða á 12 vikna þjálfunartíma. Þjálfunaráætlun styrktarhóps þar sem unnið var eftir markvissri styrktarþjálfun þrisvar í viku að við- bættri tveggja daga sjálfstæðri gönguþjálfun skilar einnig góðum árangri. Marktækar framfarir koma í ljós í SPPB-prófi eða 7,5% bæting og er árangur tölfræðilega marktækur (p=0,001). Þá er mjög góð bæting á styrk þátttakenda í hópnum eða rúmlega 11%. Í stólupprisu SPPB-prófsins (standa upp úr stól) var árangur styrktar- hóps mjög góður, bæting um rúm 17% eða tölfræðilega marktækur (p=0,000). Einnig kemur fram tölfræðilega marktækur árangur (p=0,039) í bættri andlegri líðan þátttakenda eða heilsutengdum lífsgæðum. Bæting er um 2,34% hjá styrktarhópi á þessum 12 vikum. Viðmiðunarhópur skilar ekki eins góðum árangri þó hann bæti sig í styrk á tímabilinu. Árangur viðmiðunar- hóps er sambærilegur við svipaðar rannsóknir annars staðar í heiminum, litlar eða engar framfarir. Árangur heilsutengdra lífsgæða hrakar t.d. um 1,34% en er ekki tölfræðilega marktækur (p=0,356). Rétt er þó að geta þess að samkvæmt dagbók æfði viðmiðunarhópur að meðaltali um 15 mínútur að jafnaði á dag í hverri viku. Vel má vera að dagbókarformið og fyrirlestrar hafi verið hvetjandi fyrir þennan hóp ekki síður en hina til að stunda heilsurækt upp á eigin spýtur. Slík þjálfun gæti hafa haft jákvæð áhrif á útkomu í styrktarmælingum eða að um væri að ræða bætta tækni í seinni mælingum á sérhæfðu mælitæki eins og e.t.v. hjá hinum hópunum einnig. Ályktanir Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að mismun- andi þjálfunaraðferðir og þjálfunaráætlanir hafa ólík áhrif á eldri aldurshópa og að magn og ákefð þjálfunar hefur mikla þýðingu fyrir væntanlegan árangur. Niður- stöður á heilsutengdum lífsgæðum, þar sem hlustað er á mat þátttakandans og tilfinningar og honum gefið tækifæri til að tjá sig um líðan sína, er áhugavert að skoða. Þær eru sambærilegar erlendum rannsóknum (Oldridge, Guyatt, Jones, Crowe, Singer og Feeny, 1991). Niðurstöður sýndu tölfræðilega marktækan mun hjá styrktarhópi og þolhópi en ekki hjá viðmiðunarhópi. Gönguþjálfun þolþjálfunarhóps þar sem aðhald ríkir skilar mjög góðum árangri, hvort heldur sem um er að ræða bætingu á þoli, styrk eða heilsutengdum lífsgæð- um. Markviss þjálfun þrisvar til fimm sinnum í viku þar sem aðhald ríkir, skilar mjög góðum árangri fyrir and- lega líðan þátttakenda. Frekari rannsóknir af þessum toga gætu leitt í ljós að finna mætti þjálfunaráætlun sem inniheldur ákveðna þjálfunaraðferð eða þjálfunarblöndu sem hentar best þessum eldri aldurshópi. Niðurstöður úr gönguþjálfun þolþjálfunarhóps eru e.t.v. einna athyglisverðastar, m.a. fyrir þær sakir að hún var stunduð við mjög einfaldar og aðgengilegar að- stæður, en skilar í raun einna bestum árangri þegar nið- urstöður allra mælinga þessara þriggja hópa eru skoð- aðar. Heimildir Oldridge, N., Guyatt, G., Jones, N., Crowe, J., Singer, J., Feeny, D. o.fl., (1991). Effects on quality of life with comprehensive rehabilitation after acute myocardial infarction. American Journal of Cardiology, 67, 1084-1089.

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.