Öldrun - 01.05.2005, Síða 28

Öldrun - 01.05.2005, Síða 28
28 www.oldrun.net ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 nokkuð vel, en þó ekki alveg eins góðu og það var á yngri árum. Góð hreyfing er mikilvægasti þáttur for- varna gegn byltum, eins og mörgum öðrum vanda- málum tengdum ellinni t.d. beinþynningu, hjartasjúk- dómum og sykursýki. Sjúkdómar stuðla oft að hreyfing- arleysi á þann hátt, að styrk og jafnvægi hrakar enn frekar en gerist hjá þeim sem eru heilbrigðir. Sjúk- dómar sem hafa áhrif á hreyfigetu, eins og Parkinsons- sjúkdómur eða helftarlömun vegna blóðtappa í heila, valda oft byltum. Einnig geta sjúkdómar í liðum, vöðvum og beinum stuðlað að byltum. Hjartasjúkdómar geta valdið hjartsláttartruflunum eða blóðþrýstingsfalli og þannig stuðlað að yfirliði. Truflun á starfsemi innra eyra getur valdið svima og byltum. Sjónin er mikil- vægur þáttur jafnvægiskerfisins og sjónskertir eiga á hættu að detta, ef þeir sjá ekki gólfflötinn og hugsan- legar hindranir á gangveginum. Lyf geta stuðlað að byltum, sérstaklega róandi lyf og svefnlyf. Aðstæður geta einnig stuðlað að byltum t.d. hindranir eins og þröskuldar og snúrur, léleg lýsing, óheppilegur fóta- búnaður og fleira. Aðgerðir gegn byltum Sum af vandamálum ellinnar eru óhjákvæmileg, en ýmislegt má gera til að koma í veg fyrir slæmar afleið- ingar og þjáningar vegna þeirra. Eitt af þessum vanda- málum er byltur. Á síðustu árum hafa margar rann- sóknir komið fram sem sýna hvernig má koma í veg fyrir byltur og afleiðingar þeirra. Því hafa verið birtar leiðbeiningar um hvernig ber að standa að verki, en mælt er með að fjölfaglegri nálgun sé beitt sem tekur á bæði sjúkdómum og áhættuþáttum. Því hefur verið stofnuð byltu- og beinverndarmóttaka á Landakoti. Starfið er fjölfaglegt og byggir á að greina sjúkdóma og áhættuþætti sem stuðla að byltum og að greina og með- höndla beinþynningu. Viðtal við lækni miðar að því að greina vandann og meðhöndla sjúkdóma sem best. Sér- staklega er skoðað hvaða sjúkdómar gætu stuðlað að byltum, en það eru sjúkdómar í stoðkerfi, taugakerfi, hjarta- og æðakerfi og augnsjúkdómar. Læknirinn fer yfir lyfjalista og skoðar hvort lyf sem stuðla að byltum Byltu- og beinverndarmóttaka á Landakoti Helga Hansdóttir, yfirlæknir öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Byltur Árið 2001 var byltu- og beinverndarmóttaka stofnuð á Landakoti, en þar fer fram stór hluti starfsemi öldrun- arsviðs Landspítala-háskólasjúkrahúss. Byltur meðal aldraðra eru mikið vandamál og fer vaxandi með hækk- andi meðalaldri. Talið er að rúmlega þriðjungur allra sem eru 65 ára og eldri detti árlega. Af þeim hljóta 5% alvarlegan áverka eins og brot. Á hjúkrunarheimilum eru byltur enn algengari. Þar dettur hver vistmaður einu sinni eða tvisvar á ári að meðaltali og líkur á að slasa sig eru hærri eða 10-20%. Á Íslandi hefur verið áætlað að um 250 manns mjaðmarbrotni á ári. Mjaðmar- brotin eru alvarleg afleiðing af því að detta. Mjaðmar- brotum fylgir sjúkrahúslega með aðgerð, oftast negl- ingu eða það er settur hálfur gerviliður eða kúla í mjöðmina. Flestir hafa skerta göngugetu eftir mjaðmar- brot, um 2/3 þurfa að nota gönguhjálpartæki eftir aðgerðina og sumir komast aldrei á fætur aftur. Orsakir bylta Orsakir bylta meðal aldraðra eru margþættar. Jafn- vægi hrakar með aldrinum og vöðvastyrkur minnkar. Hreyfing og þjálfun geta viðhaldið styrk og jafnvægi

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.