Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 29

Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 29
29ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 www.oldrun.net séu á listanum. Það eru aðallega svefn-, róandi- og þung- lyndislyf og hjartalyf. Ef kostur er að draga eitthvað úr notkun þeirra er það reynt í samráði við sjúkling. Hjúkr- unarfræðingur hjálpar til við upplýsingaöflun. Iðjuþjálfi metur aðstæður á heimili og ráðleggur í samræmi við það. Sjúkraþjálfari framkvæmir nákvæmt mat á jafnvægi og styrk. Teymið fer síðan saman yfir niðurstöður og ákveður hvaða meðferð verði beitt og hvar hún fer fram. Meðferðin er að miklu leyti sjúkraþjálfun sem miðar að því að þjálfa jafnvægi og styrk. Meðferðin fer oftast fram á göngudeild, en ef vandamál eru fjölþætt eða einstak- lingur veikburða er dagdeild eða 5-daga deild notuð. Innan Landspítala-háskólasjúkrahúss er einnig starf í gangi sem hefur að markmiði að fækka byltum innan sjúkrahússins. Einnig er stefnt að samvinnu við slysa- og bráðamóttöku um að vísa þeim sem leita til sjúkra- hússins vegna bylta og brota á byltu- og beinverndar- móttöku. Haldið verður áfram með fræðslu fyrir heilsu- gæsluna á höfuðborgarsvæðinu um starfsemi byltu- og beinverndarmóttöku, en beðið er um tilvísun frá lækni. Hvernig er heimsóknin á byltu- og beinverndarmóttöku? ☞ Sjúklingur kemur á dagdeild í fyrstu komu og dvelur þar hálfan dag • Sjúklingur verður sóttur og keyrður heim fyrsta daginn • Matur í hádegi og kaffi ☞ Mat hjúkrunarfræðings • Minnispróf, andleg líðan, félagsleg staða og næringarástand ☞ Mat læknis • Saga og skoðun með tilliti til sjúkdóma sem geta stuðlað að byltum og beinbrotum ☞ Mat sjúkraþjálfara • Nákvæmt mat á hreyfifærni, styrk og jafnvægi ☞ Mat iðjuþjálfa • Heimilisathugun Eftirlit ☞ Teymi fer yfir niðurstöður og leggur fram meðferðaráætlun ☞ Endurkoma hjá lækni og hjúkrunarfræðingi • Farið yfir sjúkdómsgreiningar og meðferðaráætlun rædd • Fræðsla um byltu- og beinvernd (kalk og D- vítamín inntöku, skeljabuxur og gildi hreyfingar) ☞ Meðferð hjá sjúkraþjálfurum, á göngudeild, á dagdeild eða á legudeildum eftir því sem við á. Einstaka fá meðferð hjá þjálfurum annars staðar ☞ Þremur mánuðum eftir að meðferð lýkur kemur sjúklingur í endurmat til sjúkraþjálfara og árangur meðferðar er metinn Hlutverk byltu- og beinverndarmóttöku ☞ Koma í veg fyrir byltur og áverka vegna þeirra ☞ Veita sérhæfða meðferð fyrir þá sem eru í áhættu á að detta og brotna ☞ Veita fræðslu um varnir gegn byltum og brotum ☞ Stunda rannsóknir á áhættuþáttum, forvörnum og meðferð gegn byltum og beinbrotum Þeir sem eiga erindi á byltu- og beinverndarmóttöku ☞ Eru í áhættu að detta og brotna ☞ Er vísað af slysa- og bráðamóttöku eftir byltu eða brot ☞ Er vísað af heimilislækni eða öðrum sérfræðingum vegna óstöðugleika og dettni Upplýsingar sem óskað er eftir ☞ Nafn heimilislæknis eða heilsugæslustöðvar ☞ Lyfjalisti ☞ Ef sjúklingur er í þjálfun, nafn þjálfara og hvar þjálfun fer fram

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.