Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 31

Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 31
31ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 www.oldrun.net Haustið 2004 hélt Öldrunarfræðafélag Íslands aðra aftveimur árlegum námsstefnum sínum í samvinnu við End- urmenntun HÍ undir heitinu Á tímamótum – nýr lífsstíll aldr- aðra. Lífsstílsbreytingar síðari ára og það hvernig samfélagið styður við aldraða til að njóta þeirra var megin umfjöllunarefni námsstefnunnar. Margir fyrirlesarar lögðu þar hönd á plóg, m.a. kynnti Anna Helset félagsfræðingur frá NOVA (Norsk Ins- titutt for Opvækst og Aldring) rannsókn undir titlinum „Við lifum 10 árum lengur hér. Norsk sveitarfélög og norskir eldri borgarar á Spáni“. Fjallaði hún um norska eldri borgara sem kjósa að verja ævikvöldinu á suðlægum slóðum, þróun sem gætir í síauknum mæli í nágrannalöndum okkar. Ræddi hún m.a. um það hvernig samfélagið styður við aldraða til að haga lífi sínu á þennan hátt og þau vandkvæði sem hugsanlega geta verið þessari þróun samfara. Bætt heilsa og efnahagur hefur valdið breyttum lífsstíl sem hefði verið óhugs- andi fyrir nokkrum árum. Berglind Magn- úsdóttir öldrunarsálfræðingur fjallaði um þetta efni undir heitinu „Ungur nemur, gamall temur“ og benti m.a. á að öldrun veltur að miklu leyti á viðhorfum okkar sjálfra til þess að eldast. Hún velti upp mörgum áhugaverðum flötum á þessu máli og fjallaði m.a. um öldrunarfælni og öldrunarfordóma. Framtíðarsýn varðandi íslenska eldri borgara á Spáni var einnig til umfjöllunar og Ingibjörg Þórhallsdóttir hjúkrunar- fræðingur fjallaði um möguleika, ávinn- inga og hugsanlega áhættuþætti samfara þeirri þróun sem við sjáum allt í kringum okkur og talaði um Spán sem „Flórida Evr- ópu“. Hún velti upp þeirri spurningu hvort þetta sé lífsstíll sem aldraðir Íslend- ingar kjósi sér. Einnig var fjallað var um opinbera stefnu og framtíðarsýn í málefnum aldr- aðra og það hvort þörf væri á breyttum áherslum í málefnum aldraðra. Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi og formaður Félags eldri borgara fjallaði um ýmislegt þessu tengt með því að kynna til sögunnar hlutverk þjónustuhóps aldraðra, sem stofnaður var árið 2002 í Reykjavík, skv. lögum um málefni aldraðra. Lagði hún sérstaka áherslu á að breyta þyrfti löggjöf um málefni aldraðra í átt frá forsjárhyggju, sem einkennir þau í dag, að auknu sjálf- ræði til samræmis við breytt viðhorf í sam- félaginu og nýjan lífsstíl. Í lok námsstefnunnar fjallaði Sigrún Pétursdóttir m.a. um það hvernig nýjar dyr geta opnast þegar öðrum er lokað í erindi sem hún nefndi „Nýtt líf eftir starfslok“. Hún greindi frá kvíð- anum sem hún upplifði fyrir starfslok og því hvernig hún eftir starfslok blómstrar í nýjum verkefnum. Lokaorð hennar á námsstefnunni voru þau að hún gæti ekki staldrað lengur við, hún hefði svo mikið að gera og yrði að drífa sig á æfingu hjá leik- félaginu Snúði og Snældu. Með því minnti hún okkur á, að að maður hættir ekki að leika sér vegna þess að maður verður gamall, heldur verður maður gamall þegar maður hættir að leika sér. Námsstefna ÖFFÍ 5. október 2004 Á tímamótum – nýr lífsstíll aldraðra Sigríður Jónsdóttir formaður Öldrunarfræðafélags Íslands

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.