Són - 01.01.2013, Blaðsíða 41
Son guðS einn eingetinn 39
Hér eru tvíliðir fremst: syndir og fyrir. Síðan er a.m.k. mögu leiki
að greina annan tvílið og svo þennan sér staka þrílið með tvö at kvæði í
áherslu sætinu: þér þrengdu – þig þjáði.
Síðara dæmið er annað af aðeins tveimur – hitt nefndi ég áður: Þá
hann nú hafði allt uppfyllt – sem ég hef af þessu tagi úr fjögurra brag-
liða hend ingum. Þær eru þó alls ekki sjald gæfar í Passíu sálmunum. En
þegar fjögur ris eru í brag línunni sér Hall grímur yfirleitt ekki ástæðu til
að troða í eitt þeirra báðum stuðlunum. Það gerir hann fremur í línum
sem aðeins eru þrír brag liðir.
En ef þeir eru aðeins tveir? Svo stuttar hend ingar eru ekki mjög
margar í Passíu sálmunum, og þar sem þær koma fyrir bera þær sjaldnast
tvo stuðla. Algengara er að höfuð stafurinn falli á þær, eða þá að tvær
stuttar línur beri hvor sinn stuðul inn. En séu stuðl arn ir á annað borð
tveir er greini lega ekkert á móti því að þeir standi í sam lægum at kvæðum.
Og þá helst fremst í línu:
» því það vill ei
þeim drottinn veitast láta. —35:6
» merk, maður, það
og minnst þess hvörju sinni —42:10
Tvær línur sérstuðlaðar eru umdeilanlegri:
» hvör helst hann er. 50:6
» þá þekkti alleina. — 21:9
Hér hef ég aftur undir strikað fyrstu atkvæðin, þó ekki sé úti lokað að
hann beri seinni stuðulinn í fyrra dæminu og alleina báða stuðlana í því
síðara. Engu að síður væru þeir í sam lægum at kvæðum.
Allar þessar línur held ég eigi að byrja á þrílið, séu af sömu gerð og
t.d. lætur vort láð nema síðari stuðull inn standi framar.
En svo eru að vísu dæmi þar sem stuðlar standa í sam lægum at kvæð-
um án þess það sé auðvelt að skýra með klofnu risi í þrílið:
» Þá hann nú hafði allt uppfyllt,
sem oss var sjálfum að gjöra skylt, — 43:12
» og lærisveinn einn annar, — 11:1
álengdar gengu hljótt
» Ég mun, meðan eg hjari,
minnast á krossinn þinn, —33:12
» og hans hjálpræðis bíða. —37:5