Nesfréttir - 01.10.2014, Page 7

Nesfréttir - 01.10.2014, Page 7
Nes ­frétt ir 7 Ellefu starfsviðurkenningar veittar Ellefu starfsmenn Seltjarnarnesbæjar hlutu starfsviðurkenningar bæjarfélagsins á árshátíð starfsmanna sem haldin var 11. október síðastliðinn. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri veitti þá starfsmönnum viðurkenningar sem starfað hafa hjá bænum í 15 og 25 ár starfs- viðurkenningu samkvæmt reglum bæjarins um starfsafmæli og starfslok. Fyrir 15 ára starf hlutu viðurkenningar: Rakel Óskarsdóttir, Fanney Rúnarsdóttir, Hafsteinn Jónsson, Kristín Lárusdóttir og Ólína Erla Erlendsdóttir sem öll starfa hjá Grunnskóla Seltjarnarness, Auður Daníelsdóttir sem starfar hjá bæjarskrifstofu , Helga Þórarinsdóttir, Lovísa Fjeldsted sem starfa hjá Tónlistarskóla Seltjarnar- ness og Ingólfur Klausen sem starfar hjá sundlaug Seltjarnarness. Fyrir 25 ára starf hlutu viðurken- ningar þau Ágúst Ingi Ágústsson sem starfar hjá Íþróttamiðstöð Seltjarnarness og Sonja Jónasdót- tir sem starfar hjá Leikskóla Seltjarnarness. Aldrei hafa eins margir starfsmenn mætt á árshátíðna en þeir voru tæp fjögurhundruð með mökum. Árshátíðin gekk vel fyrir sig, Páll Óskar var með dansatriði og þeytti skífum en veislustjórn var í höndum fyrrum Seltirningsins Atla Þórs Albertssonar. Bæjarlistamaðurinn Ari Bragi Kárason sá um lifandi tónlistarflutning í upphafi hátíðarinnar. Að þessu sinni leitaði Selt- jarnarnesbær eftir samstarfi við Gróttu vegna uppsetningar árshátíðarinnar og þótti hún hep- pnast með eindæmum vel. SUÐURSTRÖND 10, SELTJARNARNESI Fyrir neðan sundlaugina og World Class. www.facebook.com/Systrasamlagid Sími: 511 6367 Systrasamlagið kafar dýpra! AFGREIÐSLUTÍMI: Virkir dagar 8 - 18 Laugardagar 10 - 16 Aðeins í Systrasamlaginu: LÍFRÆNT KAFFI með LÍFRÆNNI BÍÓBÚMJÓLK! Eða viltu þeyting, croissant, samloku, skot, chiagraut, kökur, kaffi með smjöri? Bragðgæðin eru okkar megin! MANDUKA JÓGADÝNUR – NÝ SENDING 4. tegundir og allskonar fylgihlutir. Verð á dýnum frá 12.500 kr. FlOTHETTAN SLÆR Í GEGN! Ómótstæðilega notaleg. Flotahetta og fótaflot: 17.900 kr MÁ BJÓÐA ÞÉR BÆNAKLÚT? Hlýr, notalegur, djúpur, trendí og fallegur! Verð: 2.900 kr. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin er undir bleiku ljósi á árshátíðarsviðinu, er hluti þeirra starfsmanna sem hlaut starfsviðurkenningu. Páll Óskar sá um að skemmta gestum á árshátíðinni.

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.