Nesfréttir - 01.12.2014, Qupperneq 2

Nesfréttir - 01.12.2014, Qupperneq 2
Skattar á íbúa lækka og tóm- stundastyrkir hækka er grunnur- inn í fjárhagsáætlun Seltjarnarnes- bæjar fyrir árið 2015 og þriggja ára áætlun sem samþykkt var á fund bæjarstjórnar nýverið. Helstu tíðindi úr áætluninni eru að fasteignaskattar lækka um 5% og tómstundastyrkir verða hæk- kaðir um 65%, fara í 50 þúsund krónur, en þeir voru 30 þúsund krónur á hvert barn. Þar með er Seltjarnarnesbær með hæstu styrki af þessu tagi á landinu. Fasteignaskattar lækka um 5% og verða nú 0,20% sem er með því lægsta á landinu. Niðurgreiðslur til foreldra með börn hjá dagforel- drum hafa einnig hækkað og eru nú 65 þúsund krónur með hverju barni. Inntökualdur barna í leik- skóla bæjarins er við 14 mánaða aldur miðað við ágúst ár hvert. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri segir fjárhagáætlun unna á sam- ráðsfundum meiri- og minnihluta í bæjarstjórn. ,,Þær áherslur sem eru í fjárhagsáætlun bæjarins koma barnafjölskyldum vel og það er samstaða um að batnandi hagur bæjarsjóðs skuli komi fjölskyldu- fólki til góða”, segir Ásgerður og kveðst ánægð með að Nesið skuli vera í farabroddi á landinu hvað varðar tómstundastyrkina og lág leikskólagjöld. Á landsvísu eru skat- tar almennt lægstir á Seltjarnarnesi en útsvarið nemur 13,70%. Sterk staða bæjarsjóðs „Fjárhagsleg staða bæjarsjóðs er mjög sterk. Bærinn hefur greitt niður skuldir og engin ný lán hafa verið tekin undan farin ár. Rekstr- arafgangur verður 8 milljónir króna, samkvæmt áætluninni. Skuldahlut- fall sveitarfélagsins er 54% sem er með því lægsta á landinu og fer læk- kandi,“ segir Ásgerður. Hún þakkar góða rekstarafkomu starfsmönnum bæjarfélagsins sem hafa lagt sig fram um skilvirkan rekstur. Rúmur helmingur útgjalda aðalsjóðs bæja- rins fer til fræðslumála. Þjónustan sem skólarnir veita er mjög góð, úttektir frá menntamálaráðuneytinu styðja það sem og árangur á sam- ræmdum prófum borið saman við aðra skóla landsins. Nýtt hjúkrunarheimili rís og ungmennin fá vinnu Eins og bæjarbúar hafa eflaust tekið eftir hafa ýmsar framkvæm- dir verið unnar á þessu ári, miklar viðhaldsframkvæmdir hafa staðið yfir sl. fjögur ár sem nema alls einum milljarði á tímabilinu. Nú er hafin vinna við undirbúning á byggingu hjúkrunarheimilis við Safnatröð en áætlaður kostnaður er rúmur milljarður. Þá má geta þess að á liðnu sumri störfuðu um 150 ungmenni 18 ára og eldri við ýmis störf hjá bænum en allir námsmenn sem leituðu til bæjarins um sumarstarf fengu starf. „Það er liður í sumarátaki bæjarins að unga fólkið fái vinnu í stað þess að ganga um atvinnulaust,“ segir Ásgerður og kveðst hafa orðið vör við almenna ánægju með þetta framtak bæjarins. Það kosti fjármuni en sé hluti af forgangsröðun sem taki mið af aðstæðum hverju sinni hvernig skattfé íbúanna er varið. ÚT GEF ANDI:­Borgarblö›,­Eiðistorgi­13-15,­170­Seltjarnarnes,­Pósthólf­172.­S: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 RITSTJÓRI:­Krist­ján­Jó­hanns­son­•­ÁBYRG‹ AR MA‹ UR:­Krist­ján­Jó­hanns­son­•­BLAÐAMAÐUR: Þórður­Ingimarsson­ UM BROT:­Valur­Kristjánsson­•­NETFANG:­borgarblod@simnet.is­•­HEIMASÍ‹A:­borgarblod.is Nesfréttir koma út mána›arlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi 2 Nes ­frétt ir www.borgarblod.is Verður að taka tillit til Seltirninga Leið ari Einu sinni tilheyrði Reykjavík Seltjarnarnesi! Nesbúinn Seltirningar eru háðir nágrönnum sínum í Reykjavík um samgön-gur. Helstu leiðir frá Seltjarnarnesi til umheimsins liggja um; Ánanaust og Hringbraut, Ánanaust og Geirsgötu, Nesveg og Hofsvallagötu og Nesveg, Ægissíðu og Suðurgötu. Aðrar leiðir koma vart til greina nema sjóleiðin. Í skipulagi Reykjavíkur og einnig í fyrirætlunum borgaryfirvalda er gert ráð fyrir mikilli þéttingu byggðar í vesturhluta Reykjavíkur, ein- kum á Háskólasvæðinu og við hafnarsvæðið og í nágrenni þess sem kallar á meiri umferð. Á sama tíma eru komnar fram hugmyndir um að þrengja að umferðinni – jafnvel að stofnbrautum til að draga úr svone- fndu umferðarónæði. Þegar hefur verið ráðist í umdeildar aðgerðir við Hofsvallagötu, rætt er um að hægja á og jafnvel að draga úr umferð um Suðurgötu og Hringbrautin er ekki ósnertanleg þegar kemur að þessum málaflokki. Þá er ljóst að vaxandi umferðarþungi um Geirs- götu og hafnarsvæðið getur komið niður á möguleikum Seltirninga til að komast leiðar sinnar. Auðvelt er að skilja áhuga fólks á að verða fyrir sem minnstu ónæði af umferð en það hefur einnig þörf fyrir að komast á milli staða. Hvað sem áhuga Reykvíkinga líður verða borgaryfirvöld í Reykjavík að vera þess minnug og taka tillit til að vestan borgarmarkanna er sveitarfélag með um 4.400 íbúa sem á sér ekki aðrar leiðir á landi en í gegnum Vesturhluta Reykjavíkur. Borgaryfirvöldum og ríkisvaldinu eftir atvikum ber skilda til að halda samgöngum Seltirninga við aðrar byggðir opnum. Af því verður skipulag borgarinnar að taka mið. Fasteignaskattar lækka um 5% Geri við allar tegundir startara, alternatora, beinar innspýtingar, rafmagn í bílum og bátum. Sævar Bíla- og bátarafmagn Sími 561-1466 - Kirkjubraut 13, Seltjarnarnesi ra fm ag n@ m i.i s Auglýsingasími 511 1188

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.