Nesfréttir - 01.12.2014, Blaðsíða 14

Nesfréttir - 01.12.2014, Blaðsíða 14
14 Nes ­frétt ir Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og konsertmeistari efnir til tónleika í Seltjarnarneskirkju 21. desember n.k. kl. 16.00. Efnisskrá tónleikanna verður í höndum bæði núverandi og fyrrverandi nemenda Guðnýjar. Fyrst munu verða flutt nokkur samspilsatriði nemenda hennar auk hennar sjálfrar en í lokin verður leikin alveg splunkuný útsetning af Scacconnu Bachs, sem er eitt fræ- gasta verka hans fyrir einleiksfiðlu. Bjarni Frímann Bjarnason er búinn að gera glæsilega útsetningu fyrir fiðlukór með víólum. Guðný kveðst vera að hóa í alla fyrrverandi nemendur til að taka þátt og telur heimtur verði bara góðar. Margir séu þó uppteknir og sumir ekki staddur á landinu. Guðný með tónleika í Seltjarnarneskirkju Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og konsertmeistari. Nemendur og starfsfólk Mýró héldu dag íslenskrar tungu hátíðlegan að vanda með samkomu á sal skólans. Að þessu sinni komu góðir gestir þegar elstu börnin á Leik- skólanum komu á eina sýninguna. Fyrstu bekkingar sungu íslensk lög, 3. bekkingar sýndu leikþátt um ævi Jónasar Hallgrímssonar og 5. bekkingar fóru á kostum þegar þeir fluttu söngleik um landnám Íslands undir stjórn Ingu Bjargar tónmenntakennara og Elísabetar Brekkan, sem samdi söngleikinn. Hátt í 40 nemendur úr 5. og 6. bekkjum heimsóttu svo allar deildir leikskólans og lásu fyrir krakkana þar. Dagur íslenskrar tungu í Mýró Jólin nálgast og margur er farinn að hugleiða hvað skal nú hafa í matinn á jólunum. Hjá mörgum er slíkt í föstum skorðum og jafnvel löngu ákveðið hvaða veisluréttur verður á jólaborðinu. Hitt er oft erfiðara hvaða ljúfa vín skal hafa með hátíðarréttinum. Því gerum við bragð úr ellefta boðorðinu í ár og sleppum uppskriftum. Þess í stað leggjum við sérstaka áherslu á hvaða víntegundir passa best með jólamatnum. Masi Campofiorin – Veneto – Ítalía 2.899 kr. Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, mild tannín. Þurrkaðir ávextir, kirsuber, krydd, vanilla. Rosemount Cabernet / Merlot - Ástralía 2.299 kr. Rúbínrautt. Létt meðalfylling, þurrt, mild sýra, mild tannín. Sætkenndur berjablámi, plóma. Piccini Memoro – Ítalía 1.999 kr. Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, þurrt, fersk sýra, þroskuð tannín. Sælgætiskenndur berjablámi, vanilla, eik. Rosemount Shiraz – Ástralía 2.560 kr. Rúbínrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, mjúk tannín. Brómber, minta, plóma. M a t u r o g v í n : HamborgarHryggur Nautaste ik

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.