Nesfréttir - 01.12.2014, Page 20

Nesfréttir - 01.12.2014, Page 20
20 Nes ­frétt ir U M H V E R F I S H O R N I Ð Jólatré með nútímasniði er hvergi gamalt í heiminum. Ýmiskonar trjádýrkun er að vísu ævagömul um víða veröld og er nærtækt að minna á ask Yggdrasils í norrænum Eddu- fræðum eða skilningstré góðs og ills í Gamla testamentinu. Hið sígræna grenitré hefur og löngum þótt búa yfir dularfullum lífskrafti. Rómverjar hinir fornu skreyttu hús sín með grænum greinum í skammdeginu. Eftir hin harðvítugu átök siðaskiptanna suður í Evrópu á 16. og 17. öld fannst mörgum mótmælendum að afmá þyrfti flest þau atriði sem minntu sérstaklega á katólskt helgihald. Eitt þeirra var Betlehemsjatan eða jólajatan. Í flestum löndum mótmælenda var þessi siður afnuminn eftir siðaskipti, en hélst þó sumstaðar, til dæmis í Svíþjóð. Eitthvað þurfti þó að koma í staðinn líkt og þegar Jólaengill eða Frosti Frændi komu í staðinn fyrir heilagan Nikulás til að útdeila gjöfum. Það er varla tilviljun að fyrstu fregnir af einhverskonar jólatré eru frá þýskum mótmælendasvæðum seint á 16. öld. Í fyrstu sást þetta einkum á jólaskemmtunum fyrir börn iðnfélagsmanna en færðist síðar inn á heimili þeirra. Á seinni hluta 17. aldar en einkum á 18. öld tók jólatréð að breiðast út meðal aðalsmanna og kóngafólks víða um Evrópu. Þá var líka byrjað að festa logandi kerti á greinarnar. Fram yfir miðja 19. öld þekktust slík jólatré þó naumast hjá öðrum en aðals- fólki og oddborgurum. Á jólamarkaði fengust hinsvegar litlir jólapíramítar með ljósum handa almenningi. Það var ekki fyrr en eftir stofnun þýska kei- saradæmisins árið 1871 sem jólatré fór að breiðast út um allt Þýskaland. Í Englandi varð jólatré ekki heldur algengt fyrr en eftir að Viktoría drottning og Albert maður hennar tóku það upp árið 1847. Jólatréð barst til Norðurlanda laust eftir 1800 og náði einna fyrst rótfestu í Kaupmannahöfn. Eftir miðja öldina tók það að breiðast út til annarra staða en varð þó ekki sjálfsagður hlutur í hvers manns húsi fyrr en eftir aldamótin 1900. Fyrstu merki um jólatré á Íslandi eru frá miðri 19. öld. Þau munu fyrst hafa sést hjá dönskum kaupmönnum og íslenskum embættismönnum sem höfðu kynnst því í Kaupmannahöfn. Fyrstu jólatrésskemmtun á Íslandi, sem vitað er um, heldur Thorvaldsensfélagið í sjúkrahúsinu í Reykjavík 28. desember 1876 fyrir um hundrað fátæk börn. Sjúkrahúsið var þá á efri hæð húss, sem var kallað Okakerið og stóð þar sem nú er kastali Hjálpræðishersins. Á neðri hæð hússins var klúbbur og skemmtistaður og þótti þetta harla merkilegt tvíbýli. Á Íslandi þurftu flestir lengi vel að smíða jólatré úr spýtum því grenitré uxu ekki villt á Íslandi. Það var ekki fyrr en hartnær öld seinna sem trjárækt hafði færst svo í vöxt að innlend jólatré kæmu á markað. Skipaferðir gátu tekið svo langan tíma um þetta leyti árs að innflutt jólatré voru oft búin að fella mikið af greninu þegar komið var til Íslands. Þau voru því sjaldséð í sölubúðum nokkuð fram á 20. öld. Fram yfir aldamótin 1900 sáust jólatré varla á einkaheimilum nema hjá efnuðum borgurum og þau voru oftast heimatilbúin. Þau gátu verið með ýmsu móti, en oftast var hafður mjór staur, sívalur eða strendur, og festur á stöðu- gan fót. Í staurinn voru boraðar holur, oddur telgdur á flatar álmur og þeim stungið í holurnar. Þær voru lengstar neðst, styttust uppeftir og stóðu á misvíxl. Á þær voru kertin brædd föst. Tréð var oftast málað grænt eða rautt og vafið um það eini eða lyngi ef það var tiltækt. Síðan voru mislitir pokar hengdir á álmurnar. Fyrir kom að í stað lyngs væri tréð vafið glanspappír og uppistaðan væri úr málmi. Sumir gátu orðið sér úti um gylltar kúlur og jafnvel englahár. Á síðustu áratugum 19. aldar fjölgaði jólatrjám meðal hinna efnameiri, og fyrir aldamótin 1900 má sjá jólatré og jólatrésskraut auglýst í verslunum. Árið 1906 auglýsir Bryde-verslun í Reykjavík, að jólatré af öllum stærðum séu væn- tanleg með skipinu Vestu nálægt 20. desember. Sennilega er hér um grenitré að ræða. Myndin sýnir gamla jólatréð frá Hruna smíðað1873. Það er nú í Húsinu á Eyrarbakka. Sennilega elsta jólatré landsins. Mynd Guðrún Tryggvadóttir. Heimildir: Saga jólanna eftir Árna Björnsson. Gefin út 2006. F.h. umhverfisnefndar, Margrét Pálsdóttir, formaður. JÓLATRÉÆtli flestir sjái ekki fyrir sér að eyða öðrum í jólum uppi í sófa að lesa jólabækur og narta í kon- fektmola í leiðinni? Líklega, en fyrir þá sem vilja bregða sér út að hlaupa gæti Kirkjuhlaup TKS verið skemmtileg reynsla. Kirkjuhlaup TKS var opin- berlega hlaupið í fyrsta sinn á annan í jólum 2011 en þá höfðu trimmklúbbsfél- agar haft það fyrir sið í allnokkur ár að hlaupa góðan hring á þessum frídegi og telja kirkjur. Einn félagi lenti svo í því að monta sig við Akureyringa sem eiga sitt kirkjutröppuhlauup og þá var ekki aftur snúið og kirkjuhlaupinu var formlega hleypt af stokknum. Í fyrsta hlaup mættu 70 vaskir hlauparar og í fyrra voru þátttakendur hátt yfir 100. Kirkjuhlaupið hefst með stuttri athöfn í Seltjarnaneskirkju kl. 10 að morgni annars í jólum þar sem hlauparar safnast saman, syngja smávegis og sóknar- presturinn sr. Sr. Bjarni Þór Bjarnason flytur stutta jólahugvekju áður en hann sendir hópinn út í myrkrið. Vegalengdin sem hlaupin er um 14 km og á leiðinni heilsum við upp á 14 kirkjur eða trúarstaði. Við höfum farið hægt yfir undanfa- rin ár, stoppað við hverja kirkju til að safna saman hópnum og notið þess að hlaupa saman í rólegheitum. Þeir sem treysta sér ekki svona langt geta stytt sér leið og látið nægja að fara að Hallgrímskirkju eða Háteigskirkju. Sérstakur hlaupastjóri stýrir hraða og leiðir hlaupið. Hringum lýkur svo á upphafstað, við Seltjarnarneskirkju þar sem rjóðum og glöðum hlaupurum er boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur. Hlaupaleiðin liggur framhjá eftirfarandi kirkjum: Rússneska rétttrúnaðarkirkja – Landakotskirkja – Hjálpræðisherinn – Dómkirkjan – Fríkirkjan - Kirkja aðventis- ta – Hallgrímskirkja – Háteigskirkja - Kirkja óháða safnaðarins – Fossvogskapella – Friðrikskapella - Kapella Háskóla Ísland – Neskirkja - Seltjarnarneskirkja. Kirkjuhlaup TKS 2014

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.