Nesfréttir - 01.03.2015, Síða 4
4 Nes frétt ir
Mikill fjöldi fólks naut opnunar
Hönnunarmars á Seltjarnarnesi. Í Gallerí
Gróttu var opnuð sýning á verkum systranna
Höddu Fjólu Reykdal myndlistarmanns og
Hlínar Reykdal skartgripahönnuðar.
Í Bókasafninu var svo sýnd í fyrsta sinn
ný húsgagnasamstæða sem arkitektinn og
myndlistarmaðurinn Theresa Himmer hannaði
sérstaklega fyrir unglinga sem heimsækja
Bókasafn Seltjarnarness. Gleðin skein úr
andlitum gestanna sem nutu einstakra
listhæfileika systranna í Gallerí Gróttu og því
skapandi umhverfi sem hannað hefur verið fyrir
unglingana. Reykjavíkurdætur röppuðu og settu
skemmtilegan svip á daginn.
Hönnunarmars á Nesinu
sló í gegn
KOMDU MEÐ BÍLINN Í
FRÍA TJÓNASKOÐUN
Vottað réttinga- og málningarverkstæði
GB Tjónaviðgerðir er réttinga- og málningarverkstæði vottað af Bílgreinasambandinu.
Við tryggjum hámarksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað og efni.
Styðjumst við tækniupplýsingar framleiðanda um hvernig skuli staðið að viðgerð.
Dragháls 6-8 • 110 Reykjavík sími 567 0690
netfang tjon@tjon.is • www.tjon.is
Rétting og málning
Við vinnum eftir stöðlum framleiðenda
og notum aðeins viðurkennd efni og
tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur.
Smáviðgerðir
Samhliða viðgerðum getum við skoðað
ástand helstu slitflata og öryggisþátta,
s.s. bremsur.
Innréttingar / áklæði
Tökum að okkur viðgerðir á sætum,
innréttingum ofl.
Bílaþvottur / djúphreinsun
Bjóðum við upp á almennan bílaþvott,
djúphreinsun, bón ofl. Frír þvottur fylgir
öllum viðgerðum.
Tjónaskoðun
Við skoðum bílinn og undirbúum
tjónamatið sem sent er til
tryggingafélaga.
Framrúðuskipti
Skiptum um framrúður og önnumst
annars konar rúðuskipti. Sjáum um öll
rúðutjón jafnt límdar rúður sem og
aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl.
Mössun / snyrting á lakki
Við bjóðum upp á ráðleggingar og
gerum tilboð í lakkmössun og blettanir.
Dekkjaþjónusta
Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk
á bílnum á meðan hann er í viðgerð.